Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 241
240
verki er um leið inngangur þeirra að íroníu sem fræðilegu viðfangsefni.2 Þar
kanna þau ýmsar mótsagnir sem felast í því að skoða íroníu innan hug- og
félagsvísinda og ekki síst mannfræðinnar. Einnig skoða þau hvers kyns áhrif
íroníu í víðara menningarlegu samhengi á okkur tímum, eða „öld íroníunn-
ar“, eins og sumir hafa kallað hana. Þannig skoða þau bæði hlutverk íron-
íu í félagslegri hugsun sem og í etnógrafískum rannsóknum. Samfélagslegar
breytingar eru þeim einnig hugfólgnar. Þau spyrja um afleiðingar íronískrar
afstöðu, t.d. þegar einstaklingar og jafnvel menningarhópar aðlaga sig þver-
stæðum tilverunnar, og hvort slík afstaða standi í vegi baráttunnar fyrir betri
heimi. Höfundarnir leitast einnig við að draga fram hvaða viðhorf séu við
hæfi innan fræðigreinar þegar hún er orðin sér meðvituð um eigin íroníur. Að
lokum ræða þeir hvernig allir þessir þættir skarast í sambandi etnógrafíunnar
við íroníur ólíkra hópa, þar á meðal sjálfra viðfanga rannsóknanna.
Það má kalla kaldhæðnislegt, að útgáfu bókar sem leggur svo mikla áherslu
á mátt íroníunnar, hafi borið niður sama ár og hryðjuverkin 11. september
sem höfðu djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu á Vesturlöndum. Greining
höfundanna á áhrifum íroníunnar á okkar tímum kepptu því við yfirlýsing-
ar sumra samfélagsrýna um að „öld íroníunnar“ væri á enda runnin. Slíkar
dánar tilkynningar voru að sjálfsögðu ótímabærar, og íronískar í sjálfum sér,
en vestrænt tjáningarfrelsi, ekki síður í akademíunni, átti þó undir högg að
sækja fyrir „öryggissjónarmiðum“ næstu árin á eftir. Viðbrögðin við árásunum
á charlie Hebdo hálfum öðrum áratug síðar eru gerólík og sýna að staða íron-
istans í nútímasamfélagi er ef til vill ekki á bjargi byggð heldur háð hnattrænni
stöðu, fallvöltum vestrænum forréttindum og akademísku frelsi.
Kristinn Schram
2 Síðasta hluta greinarinnar er sleppt. Hann fjallar um uppbyggingu greinasafns-
ins, sem greinin er formáli að: Irony in Action: Anthropology, Practice, and the Moral
Imagination. chicago: University of chicago Press, 2001.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ