Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 242
241
Mannfræði íroníunnar
„Hið ytra er svo sannarlega ekki hið innra“
Søren Kierkegaard, Formáli að Annaðhvort/Eða3
Þegar eitthvað virðist úr lagi gengið, ósamkvæmt sjálfu sér, óvænt, eða út
í bláinn, grípa heimspekingar, skáld og venjulegt fólk (þ.á.m. mannfræð-
ingar, eins og koma mun í ljós) oft til íroníu til að fanga og greina mynstur
þverstæðnanna. Þegar íronistar gefa vantrú sína í skyn með „ytri“ merk-
ingu orða sinna miðla þeir andstæðri „innri“ merkingu til þeirra sem skilja
vísbendingarnar.4 En íronía er svo miklu meira en einföld málathöfn. Þar
sem hún er oftast notuð til að tjá efasemdir gagnvart valdi er íronía ekki
aðeins talsmáti heldur einnig gagnrýnin spurnarafstaða. Eins og Hayden
White bendir á er íronía hefðbundinn tjáningarmáti „efahyggju í hugsun
og afstæðishyggju um siðferði.“5. Þegar staðið er frammi fyrir óvissu og
„óvelkomnum þversögnum“ lífsins, hefur íronía verið mörgum mikilsverð
sem leið til að örva siðferðilegt og pólitískt ímyndunarafl sitt gagnvart
hinu gefna, ætlaða eða þvingaða.
Kannski er óhjákvæmilegt á þessum þúsaldarmótum, þegar allir hamast
við að gera upp fortíðina, að mannfræðingar taki sig saman og beini athygli
sinni að íroníu í eigin umhverfi og annarra. Hefðir og reglur mannfræð-
innar urðu til á öðrum tíma, þegar algild sannindi voru dregin í efa, á seinni
hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar, þegar hreyfingar módernista í listum,
3 Fullyrðingin, sem eignuð er hinum dulnefnda ritstjóra sem á að hafa fundið skjölin
sem birtast í Annað hvort/Eða (Either/Or, I hluti, ritstj. og þýð. Howard V. Hong og
Edna H. Hong. Princeton: Princeton University Press, (1843) 1987, bls. 7), sýnir
að Kierkegaard er ósammála skoðun Hegels á eiginleikum hins innra (eðli) og ytra
(vera).
4 Um þessa nálgun á formgerð íroníunnar, sjá umfjöllun um „nefningarkenningu“
(e. mention theory) í Dan Sperber, og Deirdre Wilson „Irony and the Use-mention
Distinction“, Radical Pragmatics, ritstj. Peter cole. new York: Academic Press,
1981, bls. 295–318.
5 Hayden White, Metahistory: The Historical Imagination in Nineteenth-Century Eu-
rope. Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1973, bls 37.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“