Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 243
242
bókmenntum og vísindum voru byrjaðar að grafa undan hinni þægilegu
trúrækni Viktoríutímans.6 Mörg hinna fyrstu mannfræðilegu verka um líf
„annarra“ höfðu raunar þau áhrif að skapa efasemdir um viðtekin sannindi
trúarbragða, menningar og samfélags borgarlífsins.7 Þó fyrstu mannfræð-
ingarnir drægju eigin hefðir í efa, líkt og aðrir módernistar, trúðu þeir
flestir á hlutlægan sannleika og að hægt væri að fanga þann sannleika með
réttri framsetningu (e. representation). Það er aðeins á síðustu áratugum
sem mannfræðingar hafa tekist á við meginforsendur eigin fræða og jafn-
vel efast um mannfræðirannsóknir sem slíkar, jafnvel um gildi hefðbund-
innar etnógrafíu sem myndar grunninn að nútímamannfræði.
Íronía varðar ekki aðeins aðferðafræðilega þætti í mannfræði nútímans.
Hún er sjálf orðin rannsóknarefni mannfræðinga, eins og þetta ritsafn ber
með sér. Íronía var sannarlega ekki áberandi þáttur í etnógrafískum rann-
sóknum sem lutu að því að kanna og gera grein fyrir hefðbundnum lífs-
háttum. Hún hefur orðið meira áberandi aðeins samhliða því að markmið
etnógrafíunnar hafa beinst að margræðni og mótsögnum módernískrar,
og jafnvel póstmódernískrar, tilveru. Algengastar eru líklega rannsóknir
mannfræðinga á ósamræmi og óætluðum afleiðingum verkefna sem ráð-
ist er í með þeim hópum sem til rannsóknar eru, eða jafnvel fyrir þá. En
mannfræðingar eru einnig farnir að beina sjónum að eigin reynslu við-
fanga sinna af því að lifa í veröld sem hefur snúist gegn valdi hefðarinnar,
hvort heldur um er að ræða hið viðtekna eða utanaðkomandi hefð. Þeir
spyrja þá hvers vegna íronía virðist svo oft ná þessari reynslu óbeint.
Íronía er að sjálfsögðu duttlungafullt hugtak og alræmt fyrir það hversu
erfitt er að skilgreina það. Hún á sitt akademíska heimilisfesti fyrst og
fremst á sviði bókmennta- og mælskufræði. Mannfræðingarnir sem hér
skrifa fylgja fræðilegri hefð með því að líta fyrst og fremst á íroníu sem
leik að orðum. Í orðabók oxford um bókmenntahugtök (e. The Concise
Oxford Dictionary of Literary Terms) setur chris Baldick fram skarplega
skilgreiningu á íroníu sem „fínlega húmoríska skynjun ósamræmis, þar
sem samhengi grefur undan bókstaflegri fullyrðingu þannig að hún fær allt
6 Marc Manganaro, „Textual Play, Power, and cultural critique: An orientation to
Modernist Anthropology“, Modernist Anthropology: From Fieldwork to Text, ritstj,
Marc Manganaro. Princeton: Princeton University Press, 1990, bls. 7.
7 Edward Said, „Representing the colonized: Anthropology’s Interlocutors“, Critical
Inquiry, 15, 2/1989, bls. 205–225.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ