Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 244
243
aðra merkingu“.8 Baldick bendir á að í sínu einfaldasta formi snúist íronía
um misræmi á milli þess sem sagt er og þess sem við er átt, sem einnig
gildir um kaldhæðni (e. sarcasm) og mállíkingar af ýmsu tagi. Hann bendir
þó einnig á að íronía í bókmenntaverki geti verið staðfastari og innbyggð-
ari til dæmis þegar lesandinn veit meira en aðalpersónan um aðstæður (og
þetta hefur sérstaka þýðingu fyrir mannfræði), eða þegar persónur eru
sýndar sem „leiksoppar grimmilega háðulegra örlaga.“ Klassísk verk mód-
ernískrar bókmenntagagnrýni eins og Áttaviti íroníunnar (The Compass of
Irony)9 eftir D. c. Muecke, og Mælskulist íroníunnar (A Rhetoric of Irony)10
eftir Wayne Booth, gefa yfirlit yfir þær fjölbreytilegu aðstæður og aðferðir
sem hugtakið íronía hefur verið haft yfir á Vesturlöndum.
Verk bókmenntafræðinga sýna vel að hinar mörgu gerðir íroníu sem
greina má, kóða ólík viðhorf til félagslegrar reynslu, eða eins og Alan
Wilde orðar það, ólík „sjónarsvið samþykkis.“11 Eigi að síður er fjöldi
viðhorfa sem hægt er að fanga með íroníu ekki ótakmarkaður. Eins og
mannfræðingurinn Dan Sperber og kollegar hans hafa fært rök fyrir er
íronía þannig gerð að beinna liggur við að nota hana til að gagnrýna mis-
tök en til að hrósa fyrir góðan árangur.12 Hún er verkfæri sem grefur
undan. Samkvæmt „nefningarkenningu“ þeirra um íroníu, er það ekki svo
að íronistinn noti myndmál frekar en orðin í bókstaflegri merkingu. Hann
nefnir bókstaflega merkingu þess sem sagt er um leið og hann tjáir viðhorf
hæðni, vanþóknunar og vantrúar gagnvart því. Frá þessu sjónarmiði er
skiljanlegt að íronía hafi nær alltaf það sem Linda Hutcheon kallar gagn-
rýnan „brodd.“ 13
8 chris Baldick, The Concise Oxford Dictionary of Literary Terms. new York: oxford
University Press, 1990, bls. 114.
9 D. c. Muecke, The Compass of Irony. London: Methuen, 1969.
10 Wayne c. Booth, A Rhetoric of Irony. chicago: University of chicago Press, 1974.
11 Alan Wilde, Horizons of Assent: Modernism, Postmodernism, and the Ironic Imagination.
Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1981.
12 Sperber og Wilson, 1981; Julia Jorgensen, George Miller, og Dan Sperber, „Test
of the Mention Theory of Irony“, Journal of Experimental Psychology 113, 1/1984,
bls. 112–120.
13 Linda Hutcheon, Irony’s Edge: The Theory and Politics of Irony. London: Routledge,
1995. Eins og Sperber og samverkamenn hans benda á: „Það er eðlislægt öllum
gerðum að vænta árangurs; flestir gildisdómar eru ákall um hegðunarreglur og
menningarlega skilgreind viðmið um yfirburði. Þess vegna er ávallt möguleiki á
að minnast á íronískan hátt á þær væntingar þegar þær eru að engu gerðar, eða að
tala á íronískan hátt um þau norm þegar þau eru brotin, og að treysta á að þeir sem
hlusta muni deili þeim og þekki þau þannig fyrir það sem þau eru. Á hinn bóginn
koma væntingar um vonbrigði eða gagnrýni aðeins fyrir við sérstakar aðstæður
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“