Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 245
244
Þó algengast sé að nota íroníu til að gagnrýna einhvern eða eitthvað
sem ekki stenst væntingar eða stenst ekki menningarleg viðmið (t.d. þegar
sagt er „Vel gert!“ um mistök, eða „En lýðræðislegt!“ um einræðistil-
burði), er íronía stundum notuð til að skapa efasemdir um væntingarnar
eða menningarlegu viðmiðin sjálf. Eitt er að efast um sannleiksgildi eða
gæði sýningar, verkefnis eða viðhorfs til heimsins. Annað að gefa í skyn að
mælikvarðar okkar séu takmarkaðir, ófullnægjandi eða óviðeigandi. chock
(kafli 1 í þessu riti) bendir á að íronía af þessari gerð kunni síður að snúast
um misræmi á milli þess sem gert er og þess sem stefnt er að, en um
misræmi „ólíkra heimsmynda, í senn hagsmunatengdra og takmarkaðra,
sem keppa hver við aðra og eru bólfastar í ólíkum orðræðutegundum.“
Eins og greinarnar í þessu safni sýna má búast við að íronía sé notuð við
aðstæður þar sem valdahlutföll eru ójöfn og orðræðutegundir, hagsmunir
eða menningarheimar rekast á.
Tengsl íroníu við fjölbreytileika og óstöðugleika eiga líka uppruna sinn
í notkun hennar í öfgafullum eða torskildum aðstæðum sem erfitt er að
ná utan um eða skilja, þar sem við berjumst við að finna leið til að segja
það sem má ekki segja, eða gera það sem ætti að gera. Þetta svið rannsakar
sagnfræðingurinn Paul Fussel í Stríðið mikla og minni nútímans (The Great
War and Modern Memory)14, en þar heldur hann því fram að skotgrafa-
hernaður fyrri heimsstyrjaldarinnar hafi verið svo hryllilegur að margir
hermenn hafi gripið til íronískrar andstöðu gegn hugsjónum siðmenn-
ingarinnar (og rómantískri sýn) sem leið til að skýra þann hrylling sem
þeir upplifðu í fremstu víglínu. Sören Kierkegaard kortlagði einnig þetta
ólýsanlega svið sem er í svo mikilli andstöðu við ætlanir mannanna og
skoðanamyndun, þó að fyrir honum, og mörgum samtímamönnum hans,
sé „íronía ekki eingöngu, eða jafnvel að mestu leyti, ákveðin málathöfn.
„Íronía“ gefur mun fremur til kynna ákveðna aðferð við að taka þátt í
opinberum athöfnum (samskiptum fólks) yfir höfuð; talmál (eða ritmál) er
aðeins eitt af því sem fólk iðjar.“15
og það er aðeins við þau tilefni sem hægt er að tala um þau á íronískan hátt og
hrósa undir yfirskini ásökunar. Þannig gæti „En þau mistök!“ verið áhrifarík vísun
í góðan árangur ef hlustandinn vissi, eða gæti getið sér til um, að búist hefði verið
við mistökum“ (Jorgenson, Miller og Sperper, 1984, bls. 115).
14 Paul Fussel, The Great War and Modern Memory. London: oxford University Press,
1975.
15 Andrew cross, „neither Either nor or: The Perils of Reflexive Irony“, The Cam-
bridge Companion to Kierkegaard, ritstj. Alastair Hannay og Gordon D. Marino.
cambridge: cambridge University Press, 1998, bls. 126.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ