Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 246
245
Kierkegaard hefur sérkenni íroníu í orðum til hliðsjónar þegar hann
lýsir tilvistarlegum íronista sem manneskju. Hann dregur upp mynd þess
sem hafnar hversdagslegu lífi, telur það tálsýn og tjáir afneitun sína með
því að fylgja hefðum án nokkurra raunverulegra skuldbindinga. Með því
að taka ekki þátt í leiknum að fullu öðlast hann (eða hún?) nægilega fjar-
lægð frá skjótvirkni hins hversdagslega til að af „vakningu sjálfsins“ geti
orðið. Það er að segja vitund um sig sem sjálfsveru, eitthvað sem ekki er
hluti af fyrirliggjandi sögulegri einingu eða skilgreint innan hennar.“16
Athyglisvert er að Kierkegaard skynjaði skyldleika á milli íroníu og „hugar-
fars guðhræðslunnar“ á þann veg að hugmyndinni um milliliðalausa tilvist
er hafnað sem hégóma og með því opnað á möguleikann á dýpri skynjun
á raunveruleikanum. Líkt og íronía í meðförum Sókratesar verður íronía
Kierkegaards „blekking til sannleika.“ 17
Getan til að ramma inn hið hversdagslega líf og öðlast ný sjónarhorn
með því sem ekki er, færir íroníu inn á svið annarra hugvitssamlegra mats-
og stýringaraðferða á borð við myndhvörf, þverstæður, helgisiði, list,
goðsagnir, þjóðsögur og leik.18 Eins og Beidelmen hefur bent á, hefur
16 Sama rit, bls 137.
17 Kierkegaard gerði auðvitað greinarmun á því sem hinn guðhræddi hugur annars
vegar og hins vegar hinn íroníski hugur væru móttækilegir fyrir. Hjá hinni guð-
hræddu manneskju „eru allir truflandi þættir settir til hliðar og hin eilífa regla
kemur í ljós.“ Hvað íronistann varðar hins vegar er það þannig að „þar sem allt
hefur reynst vera hjóm, verður viðfangið frjálst“ (bls. 258). cross færir rök fyrir því
að eldri viðhorf Kierkegaards gagnvart íroníu, sem koma fram í Íroníuhugtakinu.
(The Concept of Irony with Constant Reference to Socrates, ritstj. og þýð. Howard V.
Hong og Edna H. Hong. Princeton: Princeton University Press, (1841) 1989) hafi
breyst þegar hann skrifaði Óvísindalega lokaeftirskrift sína, (Concluding Unscientific
Postscript to Philosophical Fragments, 1. bindi, ritstj. og þýð. Howard V. Hong og
Edna H. Hong. Princeton: Princeton University Press, (1846/1992). cross segir:
„[Kierkegaard] skrifar [í seinna verkinu] sem Johannes climacus og færir rök fyrir
því að sjálfsánægju íronistans og yfirlæti gagnvart þeim lífsmáta sem hann ræðst
til atlögu við með íroníuna að vopni, sé aðeins hægt að ná ef íronistinn, eins og er
raunin með hið heittrúaða viðhorf sem minnst er á að ofan, tengist mannlegri tilvist
ekki aðeins á neikvæðan hátt heldur líka með jákvæðni gagnvart því algilda, sem er í
eðli sínu ólíkt þeim hugmyndum sem móta líf almennings“ (1998, bls. 140–141).
18 J. W. Fernandez, Persuasions and Performances: The Play of Tropes in Culture. Bloom-
ington: Indiana University Press, 1986; Beyond Metaphor: The Theory of Tropes in
Anthropology. ritstj. J. W. Fernandez. Stanford: Stanford University Press, 1991;
Bert o. States, „of Paradoxes and Tautologies“, The American Scholar 67, 1/1998,
bls. 51–66; Turner, Victor, The Ritual Process. Harmondsworth: Penguin, 1969;
nancy D. Munn, Walbiri Iconography: Graphic Representation and Cultural Symbol-
ism in a Central Australian Society. Ithaca: cornell University Press, 1973; Kenelm
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“