Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 247
246
ímyndunaraflið raunar sjálft verið skilgreint sem nokkurs konar tilraun
til yfirskilvitleika (eða syndar) af jafn ólíkum hugsuðum og Aristótelesi,
Wittgenstein, Simmel og Ricoeur. 19 Ólíkt öðrum þjónum ímyndunar-
aflsins ber íronían hins vegar yfirleitt í sér neikvæðan merkingarauka, í
mismiklum mæli þó. orðið á uppruna sinn í gríska orðinu eironeia, „upp-
gerð vanþekking,“ sem komið er af orðinu eiron „sá sem tekur í sundur,“
(sem er komið af orðinu eirein, „að segja!“) ber enn í sér merkingarauka
sundrungar. Þó það sé sjaldan notað í jafn gildishlöðnum hugtökum og
Kierkegaard kallar „eldmóð eyðileggingarinnar,“20 er myrk og sundur-
þykk hlið íroníunnar augljós í þessari algengu skilgreiningu á henni: að
segja andstæðu þess sem maður á við.
Pólitík og siðfræði íroníunnar eiga uppruna sinn í og velta á þessu
stefnuleysi. Með því að segja eitt en gefa, meira eða minna, andstæðu þess í
skyn, benda íronistar á aðra túlkun á aðstæðum, en koma sér undan þeirri
áskorun sem felst í beinni andstöðu og vernda sig þannig frá gagnrýn-
um viðbrögðum. Vissulega eru til aðstæður þar sem íroníunni eru sett
takmörk og enginn kunnáttusamur hlustandi eða lesandi getur mistúlkað
ásetning þess sem íroníunni beitir. oftast nær leyfir margræðni íroníunnar
(ætlar mælandinn sér að vera íronískur eða ekki?) þeim sem henni beitir að
ná sátt um tvíbenta afstöðu sína.21 Þó að íronían veiti þannig rými til póli-
o. Burridge, Tangu Traditions. oxford: clarendon, 1969; T. o. Beidelman, Moral
Imagination in Kaguru Modes of Thought. Bloomington: Indiana University Press,
1986; John Huizinga, Homo Ludens. Boston: Beacon Press, 1938/1950. Eins og
Beidelman segir um Huizinga: „Fyrir honum stendur leikur fyrir eitthvað en hafnar
því á sama tíma“ (bls. 3).
19 Sjá Beidelman, 1986, bls. 7, en þar er meðal annars vitnað í Aristóteles (Ari-
stotle’s Poetics, ritstj. Francis Ferguson. new York: Hill and Wang, 1961, bls. 76;
Ludwig Wittgenstein, Philosophical Investigations. oxford: Blackwell, 1963, 97;
Georg Simmel, Georg Simmel on Individuality and Social Forms, ritstj. Donald n.
Levine. chicago: University of chicago Press, 1971, bls. xviii og Paul Ricoeur,
„The Metaphysical Process as cognition, Imagination and Feeling“, On Metaphor,
ritstj. Sheldon Sacks. chicago: University of chicago Press, 1979, bls. 152, um það
hvernig ímyndun eða draumórar „geti gert kosti þokukenndari eða fjölgað þeim
og skapað sjónarhorn sem er hafið yfir venjulegar aðstæður og sjónarhorn.“
20 Kierkegaard, (1841) 1989, bls. 262.
21 Sé aðferðum sálgreiningar beitt dýpkar þetta sjónarhorn á íroníu – því mælandinn
getur verið ómeðvitaður um raunverulegar fyrirætlanir sínar! Það sem hann/hún
neitar („staðhæfingin“ sem nefnd er) getur einmitt verið það sem hann/hún þráir
eða trúir án þess að geta viðurkennt það upphátt (Frank Stringfellow, The Meaning
of Irony: A Psychoanalytic Investigation. Albany: State University of new York Press,
1994).
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ