Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 248
247
tískrar tjáningar við aðstæður þar sem það getur reynst erfitt, hættulegt
eða óskynsamlegt að taka afdráttarlausa andstöðu, getur íronían einnig
valdið flækjum. Vissulega myndu flestir mannfræðingar sem hér rita sam-
sinna frjálslyndu viðhorfi Pococks22 til íroníu sem hann lýsir sem „vopni
hugarins þegar tekist er á við ólíka möguleika.“ En flestir gera sér þó
einnig grein fyrir því að hægt er að nota íroníu sem „sérstakan staðgengil
þagnar“23 við aðstæður óvissu eða tilgangsleysis.
Í þessum inngangi munum við kanna þessa mótsetningu með því að
skoða íroníu í ranni mannfræðinnar sjálfrar og með því að líta á afleið-
ingar íroníu í víðara menningarlegu samhengi samtímans, sem sumir hafa
kallað „öld (eða menningu) íroníunnar.“ Fyrst skoðum við hlutverk íroníu
í félagslegri hugsun og etnógrafískum rannsóknum. Við metum hvaða
afleiðingar íronía hefur á „pólitík“ sem annaðhvort viðurkennir og sættir
sig við ósamræmi tilverunnar eða stefnir að auknu samræmi og, vonandi,
betri heimi. Þá spyrjum við hvaða viðhorf séu við hæfi innan mannfræði
sem er sér meðvituð um eigin íroníur. Að lokum ræðum við um samband
etnógrafíunnar við íroníur annarra og veitum innsýn í hvernig þessi þemu
skarast.
Íronískir þættir mannfræðilegrar hugsunar og rannsókna
Íronía er óumflýjanleg. Hversu skýrir sem menn eru í hegðun og fram-
komu og hve rökréttir sem þeir reyna að vera í hugsun munu mótsagnir
mannlegrar tilveru og flækjustig hugsana kalla fram kunnuglegan púka
íroníunnar sem, óboðinn, fylgir hversdagslegum fyrirætlunum. Með
„mótsögnum“ getum við vísað til einfaldrar orðabókaskilgreiningar á borð
við ósamkvæmni eða misræmi. og mótsagnir, ósamkvæmni og misræmi
eru nú einu sinni fæðan sem íronían nærist á.
Mannfræðin býr sjálf við óvelkomnar mótsagnir í meginaðferð sinni:
þátttökuathuguninni (e. participant observation). Sú aðferð er alræmd fyrir
það hve erfitt er að halda nauðsynlegu jafnvægi. Þeir sem setja sig í áhorf-
endastellingar eiga alltof auðvelt með að hæðast að því sem þeir kalla
„hugsunarlausa“ aðild þátttakendanna. Á sama hátt er auðvelt fyrir þátt-
takendur að hæðast að því sem þeir sjá sem óskýra sýn áhorfendanna: og
„kenningafátækt”. Hið hverfula samband geranda og viðfangs ( e. subject-
22 J. G. A. Pocock, „notes of an occidental Tourist“, Common Knowledge 2, 2/1993,
bls.1–5.
23 M. M. Bakhtin, tilvitnun í Hutcheon, 1994, bls. 44.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“