Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 249
248
object) er nátengt vandamál, sem segja má að sé hliðstætt því vandamáli
félagsvísindanna að greina viðfangið frá bakgrunni þess (e. figure/ground).
Hin auðvelda umbreyting úr viðfangi í geranda og öfugt er ein af höf-
uðráðgátum félagsvísindanna, bæði í kenningum og framkvæmd (og það
gildir raunar almennt um félagsleg tengsl).24 Þessi hverflynda umbreyting
hefur hleypt íroníu að, oftar en ekki móralskrar, þegar gagnrýnendur ýmist
benda á hvernig undirliggjandi hlutgerving félagsvísinda getur unnið gegn
huglægni og einnig á þá ógn sem hlutlægni getur stafað af huglægum
rannsóknum.
Raunar má færa rök fyrir því að drifkraftur allra stórra kenninga í húm-
anískum fræðum sé ögrandi mótsögn sem ýmist má setja fram á íron-
ískan máta eða leysa upp í mótsagnakenndan sannleika. Til dæmis má
nefna mótsögn Hobbes um að menn (og konur) geti, í náttúrulegum lífs-
aðstæðum – „ einmanalegum, snauðum, nöprum, dýrslegum og stuttum “
– aðeins öðlast frelsi með því að gefa eftir frelsi sitt. Þá má nefna mótsögn
Rousseu, sem einkennir einnig marxisma, að við séum fædd frjáls en séum
þó allsstaðar í hlekkjum. Aðra mótsögn má kenna við Bernard Mandeville
og Adam Smith, en hún gefur til kynna að persónulegir lestir geti verið
samfélagslegar dyggðir og að það geti verið til almannaheilla að fólk þjóni
eiginhagsmunum sínum einum. Mótsögn marxismans varðar „skapandi
eyðileggingu kapítalismans“ – að krafturinn og skipulagsgetan sem gróða-
hyggja kapítalismans magnar, orsaki einnig stríð, niðurlægingu, eymd og
mengun. nýlegra dæmi má finna í íronísku innsæi yfirráða (e. hegemony),
eins og Gramsci skilgreindi þau, sem gerir kleift að skilja hvernig karla og
konur má telja á að styðja málstað og sætta sig við leiðtoga sem í raun eru
kúgarar og vinna gegn þeirra eigin hagsmunum. Þá má einnig nefna íroníu
Foucaults að þekking sem að því er virðist er leitað sjálfrar sín vegna þjóni
í raun eiginhagsmunum og henni fylgi hulin markmið sem tengjast við-
haldi stöðu og forréttinda.25
24 Sjá Margaret Mills, „on the Involuntary Drawing of our Subject Matter“. Cultural
Anthropology 9 3/1994, bls. 364. Í greininni veltir Mills því fyrir sér hvort í tor-
ræðninni um viðfang sem geranda (og öfugt) felist „kjarnaíronía“ mannfræðinnar
og „trygg uppspretta íronískrar orku“.
25 Sjá t.d. Thomas Hobbes, Leviathan, ritstj. Richard Tuck. cambridge: cambridge
University Press, (1651) 1996; Jean-Jacques Rousseau, „The Social contract“
og „Discourses“. London: Everyman, J.M. Dent, 1973; Karl Marx, „Economic
and Philosophic Manuscripts of 1844“, The Marx-Engels Reader, ritstj. Robert
c. Tucker. new York: W.W. norton, 1978, bls. 66–125; Capital: A Critique of
Political Economy, 1. bindi, þýð. Ben Fowkes. new York: Penguin USA, (1867)
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ