Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 250
249
Að sjálfsögðu byggja margar aðrar kenningar í félagsvísindum með
óvæntum eða óþægilegum hætti á mótsögnum. Hversdagsleg nánd rann-
sakenda í þátttökuathugunum sýnir oft fram á íronískan drifkraft hins
daglega lífs. Eins og de certeau26 orðar það, þá fela þessar kunnuglegu
„sveigjur“ meðal annars í sér hugmyndaríkan spuna og skapandi milli-
leiki sem ganga gegn rökréttri reglu hins kerfislæga „járnbúrs“ fjölmennra
samfélaga. Af skapandi andstæðum hversdagslífsins má vissulega draga
íronískar ályktanir, þegar litið er til uppgerðarskynsemi, reglu og fyrirsjá-
anleika slíks lífs.27 Handan andstæðna hversdagslífsins eru þær óvelkomnu
röklegu mótsagnir sem Lévi-Strauss28 bendir á að einkenni sálarlíf í öllum
samfélögum – og þær eru enn mikilvægari. Slíkar mótsagnir eru drifkraftur
formgerðarkenninga hans jafnt og sagnamennsku menningarheima þegar
reynt er að að lifa með þeim og jafnvel leysa þær.
Þar sem við gætum allt eins byrjað á grunnþáttunum þegar við fjöllum
um andstæðurnar sem eru drifkraftur íroníu í mannfræði, má til að byrja
með taka eftir því að af öllu sem mannfræðingar verða að hugleiða, um
sjálfa sig og aðra, felst mestur „íroníuvaki“ svo notað sé gagnlegt hugtak
Lindu Hutcheon, einmitt í takmörkun og hlutdrægni sjálfrar hugsunar-
innar um slíka fyrirvara. Mikið hefur verið gert úr þessum takmarkandi
1992; Kommúnistaávarpið „Manifesto of the communist Party“, The Marx-Engels
Reader, 2. útgáfa., ritstj. Robert c. Tucker, bls. 469–500. new York: W.W. norton,
1978; Bernard Mandeville, The Fable of the Bees, or Private Vices, Public Benefits, ritstj.
Phillip Harth. new York: Penguin USA, (1732) 1989; Adam Smith, The Theory
of Moral Sentiments. Indianapolis: Liberty Fund, (1759) 1984; Antonio Gramsci,
Selections from the Prison Notebooks of Antonio Gramsci, ensk þýð. Quintin Hoare
og Geoffrey nowell Smith. new York: International Publishers, 1971; Michel
Foucault, Power/Knowledge: Selected Interviews and Other Writings, 1972–1977. new
York: Pantheon Books, 1981.
26 Michel de certeau, The Practice of Everyday Life. Berkeley: University of california
Press, 1988.
27 Það skyldi fara varlega í slíkar alltumlykjandi alhæfingar um nútímalíf, eða líf yfir
höfuð. Hvað varðar skapandi spuna hversdagslífsins eru þær áskoranir sem borg-
arinn í fyrrum Austantjaldsríki, stendur frammi fyrir, svo sem Júgóslavíu eða Rúss-
landi, þar sem efnhagslífið er í uppnámi og framtíðin óviss, mun meiri en borgara
þar sem stöðugt stjórnarfar ríkir eins og til dæmis í lýðræðisríkjum Skandinavíu.
Íronían við miðstýrðar efnahagsáætlanir Austurblokkarinnar var sú að viðvarandi
skortur setti áætlanir í uppnám og neyddi íbúana til að grípa til eigin spuna. Sjá
Marko Zivkovic „Why vote for Milosevic: Bewilderment, Tactics of Survival and
the non-synoptic View“,1998, í handriti, og Dale Pesmen „The Russian Soul:
Ethnography and Metaphysics“, doktorsritgerð við chicagoháskóla, 1997.
28 claude Levi-Strauss, The Savage Mind. chicago: University of chicago Press,
1966.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“