Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 251
250
skilyrðum „ófullkominnar þekkingar“.29 Sem dæmi má nefna þá staðreynd
að þó mannfræðingar sérhæfi sig í rannsóknum á hreyfiafli hins mannlega,
skilja þeir ekki, og munu sennilega aldrei skilja til fulls, þróunarferlið sem
gerði fólk „mennskt“.
Miklum kröftum hefur verið eytt í að gera sér í hugarlund þær aðstæð-
ur sem urðu til þess að við fórum yfir Rúbikonfljót mennskunnar, það er
að segja að við urðum þau dýr hugtakamyndunarinnar sem við erum.30
Fyrst og fremst hefur þetta birst í tilraunum til að skýra þróun tungu-
málsins, sem er í sjálfu sér tæki til að skapa hugtök og beita þeim. Hvernig
vildi það til að einhverntímann, einhversstaðar, fórum við frá lokuðum
málkerfum (sem voru að mestu leyti eins og kallkerfi annarra dýra) yfir í
opin málkerfi mannsins og fengum getuna til yfirfærslu (e. displacement),
sköpunar og óhlutbundinnar hugsunar? Um þetta hefur verið skrifað af
mikilli þekkingu,31 en þar sem um er að ræða atburði utan okkar tíma og
(ef svo má segja) utan huga okkar, er ekki mögulegt að komast að end-
anlegri niðurstöðu um hvað í raun gerðist. Það kemur ekki á óvart, og
er vissulega íronískt, að þrátt fyrir rótgróinn áhuga sinn á uppruna, hafa
málvísindamenn og mannfræðingar hvað eftir annað stöðvað rannsóknir
sem beinast að hinum óleysanlegu spurningum um hvernig við urðum
mennsk. Raunar hafa margir mannfræðingar, í krafti póstmódernísks uggs
um ágengni „stórsögunnar“ og „endanlegs orðaforða“,32 fallist á enn yfir-
29 Einkum James clifford í gagnrýni sinni á áhrifavald mannfræðinnar (Partial
Truths. Introduction to Writing Cultures: The Poetics and Politics of Ethnography, ritstj
James clifford og George E. Marcus. Berkeley: University of california Press,
1986, bls. 1–26.) Sjá einnig röksemdir Lakoffs og Johnsons um að öll vitsmunaleg
tæki, sem við beitum hugsun á, bæði afhjúpi og dylji (George Lakoff og Mark
Johnson, Metaphors We Live By. chicago: University of chicago Press, 1980).
30 Arthur H. niehoff, On Being a Conceptual Animal. Bonsall, cA: Hominid Press,
1998. Á meðal þess áhugaverðasta og mest upplýsandi, hvað mannfræðina varðar, er
Maxine Sheets-Johnstone, The Roots of Thinking. Philadelphia: Temple University
Press, 1991; William noble og Iain Davidson. Human Evolution, Language and
Mind: A Psychological and Archaeological Inquiry. cambridge: cambridge University
Press, 1996.
31 charles F., Hockett og Robert Ascher, „The Human Revolution“. Current Ant-
hropology 5, 3/1964, bls. 135–47.
32 Með „stórsögu“ er hér vísað til grande histoires Lyotards, sem var túlkað sem
metafrásögn (metanarrative) af þýðanda Póstmóderníska ástandsins (Jean-Francois
Lyotard, The Postmodern Condition: A Report on Knowledge, þýð. Geoff Bennington
og Brian Massumi. Theory and History of Literature, 10. bindi. Minneapolis: Uni-
versity of Minnesota Press, 1984). Lyotard notaði hugtakið í því verki til að vísa til
„stóru sagnanna“ um mannkynssöguna og örlaganna sem hugsuðir eins og Kant,
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ