Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 253
252
ímyndunarinnar til heimssköpunar, er viðeigandi að rifja stuttlega upp
frumkvöðulsskilning hans á rás og hringrás (corso og ricorso) sögunnar. Það
er nefnilega einmitt íronía „tillitssemi getinnar af gleymsku“ sem Vico
kom inn á í hugmynd sinni um ricorso í „sögu vitundarinnar.“35 Í stórsögu
Vicos taka hetjualdirnar enda og með þeim hverfur ofurvald óeiginlegrar
merkingar myndhverfinga og nafnhvarfa sem hafði haft það í för með
sér að almenningur stóð verr að vígi og batt hann við „lægri og þjónandi
stéttir.“ Á tímabili meðskilnings (gr. synekdokhe), fer fólk að skilja hvernig
„gleymskan“ (vanræksla af góðum hvötum eða illum) sem á undan fór með
hetjuhugtekningum og aðgreiningum hafði svipt það mennsku sinni og sér
að þrátt fyrir fyrra þjónshlutverk geti það nú krafist þess að teljast óaðskilj-
anlegur hluti heildarinnar.
Samkvæmt Vico leiddi þessi þróun (og leiðir enn) ekki aðeins til bylt-
ingarkenndra krafna um réttindi og forréttindi, heldur varð hún einnig
samhliða því að fólk fór að skilja íroníu félagslegrar hugsunar – gleymsku
hennar og hvernig hún einblínir á eiginhagsmuni. Afleiðingar þessarar
uppgötvunar voru almenn „öld íroníunnar“ og hún birtist ekki aðeins
í efasemdum um hetjur, hetjuskap og hetjuhugtekningar á grunni eig-
inhagsmuna sem hampað væri vegna sérstakra þröngra eiginhagsmuna,
heldur líka í almennari efasemdum um sjálfa flokkunina. Skemað sem Vico
dregur upp skapar almenna tilhneigingu til að grafa undan öllum tegund-
um flokkana þar sem hún sé alltaf byggð á eiginhagsmunum. Þessa hneigð
til að sýna fram á ólögmæti taldi Vico studda og styrkta af hnignun trúar-
bragða sem safns óvéfengjanlegra goðsagna og helgra flokkana sem áður
höfðu greint réttsýna frá ranglátum, þá verðugu frá hinum óverðugu, þá
sem áttu lof skilið frá hinum spilltu og þá sem stjórnuðu, í krafti guðlegs
réttar, frá þeim sem stjórnað væri. Sú mikla orka sem síðustu áratugina
hefur verið eytt í menningarlega flokkun, virðist koma heim og saman við
þá íronísku tíma sem Vico sá fyrir.36
35 Eins og segir í 4. bók, „Rásin sem þjóðir renna eftir“ („The course the nations
Run,“) og 5. bók, „Hringrás mannlegra stofnana “ („The Recourse of Human In-
stitutions,“) í Giambattista Vico, The New Science of Giambattista Vico, þýð. Thomas
Goddard Bergin og Max Harold Fisch. Ithaca: cornell University Press, (1744)
1968. Sjá einnig, afleiðu Haydens White, „Hvarfbaugur sögunnar: Djúpgerð nýju
vísindanna“ („The tropics of history: The Deep structure of The new Science“,
Tropics of Discourse. Essays in Cultural Criticism. Baltimore: The Johns Hopkins
University Press, 1978).
36 Hið klassíska orðalag um þetta er að finna hjá Durkheim og Mauss í Frumstæðri
flokkun (Emile Durkheim og Marcel Mauss, Primitive Classification. chicago:
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ