Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 254
253
Þó Vico hafi sjálfur verið íronískur gagnvart íronísku lokastigi heiðinna
siðmenninga, vildi hann bjarga heiminum frá slíkri endanlegri íroníu og
þessu taldi hann fórnarlambshetju kristninnar geta áorkað, sem fórnað var
og reis svo upp frá dauðum, til að hinir síðustu yrðu fyrstir. Aðrir íron-
istar leita einnig til yfirskilvitlegs úrræðis kristninnar, ef svo má að orði
komast þ.á m. Kierkegaard sjálfur. okkur (póstmódernistunum) kann að
virðast íronískt að Vico skuli hafi bjargað heiminum frá þeim örlögum sem
söguleg heimspeki hans sjálfs boðaði, með kristindómi. En þegar horft er
til valds kirkjunnar á þeim tíma var hann vafalaust einnig að bjarga sjálf-
um sér með þessari einstöku trúarlegu einlægni. Lesendur geta dæmt um
hvort sviðsmynd Vicos skýrir „öld íroníunnar“ sem fullyrt er að nú standi
yfir. En vissulega virðum við Vico fyrir nálgun sína, þá sem byggir á lík-
ingamáli, en hún beinir sjónum okkar að efnislegri reynslu líkamans og
hvernig hún rennur inn í hugann. Aðgreiningin hugur/líkami eða andi/
efni hefur löngum verið uppspretta íronískra athugasemda eins og í til-
vitnuninni þekktu: „What is matter? never mind. What is mind? no matter.“
Vico, og í framhaldi ýmis rök sem varða líkingamál, gefa þessari hverfulu
tvískiptingu ákveðinn stöðugleika.37
Með því að skoða líkingamálið getum við líka greint aðra grundvallar-
þætti í skilningi á því íroníska. Miðpunktur myndlíkinga, eða það sem
hugsun okkar beinist að, undirgengst til dæmis alltaf yfirfærslu eða er
skipt út fyrir annan miðpunkt og þetta má alltaf skilja sem íroníu. Hvað
nafnhvörf varðar getur alltaf verið um íroníu að ræða þegar hluti er tek-
inn fyrir heild, eða öfugt, ílátið fyrir það sem í því er, eða öfugt, orsök
fyrir afleiðingu, eða öfugt, o.s.frv.38 Í þessu grunnhreyfiafli hugsunarinnar
getur íronían alltaf komið fram. En hvað sem öðru líður megum við aldrei
gleyma mestu íroníu mannlegrar hugsunar, sem allir íronistar ættu stöðugt
að hafa í huga: vitundinni um að hugsun hylur um leið og hún afhjúpar.
University of chicago Press, 1963), sjá einnig hin áhrifaríku verk Mary Douglas,
þ.m.t. Hreinleiki og háski, náttúruleg tákn (Purity and Danger, Natural Symbols), og
nýjasta dæmið, ritsafnið Hvernig flokkun virkar (How Classification Works) í ritstjórn
Davids Hull.
37 Lakoff og Johnson, 1980; Mark Johnson, The Body in the Mind: The Bodily Basis of
Meaning, Imagination, and Reason. chicago: University of chicago Press, 1987.
38 Deborah Durham and James W. Fernandez, „Tropical Dominions: The Figurative
Struggle over Domains of Belonging and Apartness in Africa“, Beyond Metaphor:
The Theory of Tropes in Anthropology, ritstj. James W. Fernandez. Stanford: Stanford
University Press, 1991, bls. 179–208.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“