Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 255
254
Önnur grundvallar íronía fyrir mannfræðinga, eða alla þá sem rannsaka
skilning og vitund mannfólksins, lýtur einnig að því að hylja og afhjúpa
og er raunar ákveðin gerð mismunarins á innra og ytra sem fjallað var
um í upphafi þessa inngangs. Þessi íronía á uppruna sinn í spennu (ef ekki
átökum) á milli „orðagjálfurs“ og „afstöðu“ í samræðu, spennunni eða
átakanna á milli þess sem manni finnst maður félagslega skuldbundinn
til að segja og þess sem manni finnst og langar að gera „í raun og veru“
(a.m.k. innst inni). oft og tíðum er litið á þetta sem spennuna á milli lang-
ana og skyldna sem er rót óánægju í hinu opinbera lífi og oft hefur verið
til umræðu, ekki aðeins í sígildri lýsingu Freuds,39 heldur einnig í hinum
ríkulegu bókmenntum um „einstaklinginn og samfélagið“ og náskylt efni
„opinbert líf-einkalíf“. Það er líka þema í verkum um áhrifamátt yfirráða
(e. hegemony), sem fjalla um hvernig félagslegri reglu og skyldum er komið
á og framfylgt, það er að segja, hvernig skylduverk eru gerð aðlaðandi.
Spennan á milli orðagjálfurs og afstöðu getur alltaf orðið íronísk, þar
sem alltaf má skilja annað viðhorfið svo að það vísi til hlutdrægni eða sjálf-
hygli hins og þar með til ótrúverðugleika eða ólögmætis. (Raunar getum
við séð þetta í orðalaginu sem er einstaklingsmiðað og greinarmunurinn
virðist beinast gegn félagslegum skyldum með því að innihalda hið nei-
kvæða hugtak „orðagjálfur“ (e. platitude). Í sumum menningarkimum (e.
subcultures) er orðið „afstaða“ (e. attitude) líka síður en svo hlutlaust hugtak
yfir skap eða viðhorf einstaklinga, felur í sér að hið persónulega þrengi
sér inn í hið opinbera líf). Þessi spenna á milli orðagjálfurs og afstöðu
skapar aðferðafræðileg vandamál fyrir allar greinar félagsvísindanna. Það
er áskorun að fanga drifkraftinn sem verður til við samspil einkalífs og
opinbers lífs, innri þátta og ytri, án þess að gera of mikið úr einu umfram
annað. Engu skiptir hvorumegin áherslan liggur; útkoman verður alltaf
íronísk, hversu opin og víðfeðm sem rannsóknin er.
Innan mannfræðinnar ganga sumir út frá því að greininni stafi hætta af
uppgerð eða óheilindum eða hræsni sem fylgi spennunni milli hins opin-
bera og persónulega í félagslegu lífi. Þetta á sérstaklega við í þvermenn-
ingarlegum rannsóknum á meðal fólks í nýlendum, eða þess sem á annan
hátt hefur verið undirokað eða jaðarsett. Við slíkar aðstæður má, með
nokkrum rétti, gera ráð fyrir því að spennan hafi mikil áhrif á hreinskilni
39 Sigmund Freud, Civilization and Its Discontents, ritstj. James Strachey. new York:
W.W. norton, (1930) 1989.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ