Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 259
258
um félagslegar aðgerðir sem fela meira en þær afhjúpa, og um klisjustýrðar
aðgerðir sem í raun eru í þágu einhvers en eru ekki tjáðar eða er jafnvel
ekki hægt að tjá býður upp á ótal möguleika til íronískrar sjálfsskoðunar.
Það að taka þátt í því að viðhalda því ástandi sem maður hefur lýst yfir að
maður fyrirlíti er fullkomið dæmi um íroníu.47 Hugmyndir um áætlun
og misgáning vekja upp spurningar um pólitík íroníunnar og siðferðilegt
ímyndunarafl, sem nú verður vikið að.
Íronískir tímar, pólitík íroníunnar
og siðferðilegt ímyndunarafl betri tíðar
Rök Vicos fyrir því að þróun mannlegrar vitundar eða skáldlegrar visku
muni um síðir leiða til ástands almenns íronísks næmis gera einnig mögu-
legt að ímynda sér „öld íroníu“. Frá sjónarmiði mannfræðinnar er hug-
myndin um „menningu íroníunnar“ nærtækari en „öld íroníunnar“, þar sem
sú síðarnefnda tilheyrir hugsun um „vitundarsögu“, sem hefur vakið óskipt-
an áhuga háskólasamfélagsins en mörgum mannfræðingum þykir óþægilega
víðtækur. Tilhneigingin til að líta á póstmódernisma nútímans sem sérlega
íronískan gefur samt sem áður ástæðu til að ætla að gera megi tilraun til að
skipta íronískum tímum í tímabil. Ef til vill er þetta viðfangsefni sem best er
að vinna með út frá því sem íronía beinist að hverju sinni, því að hún er að
sönnu í eðli sínu nokkurs konar atvinnuáhætta sem alltaf er til staðar.
„Öld íroníunnar“ eins og Vico lýsir henni er í okkar skilningi frekar
nútímaleg og eru viðfangsefni hennar hefðbundin flokkunarkerfi og valda-
kerfi hetjutíma. Raunar er frekar algengt að við skilgreiningu á nútím-
anum, í það minnsta í skilningi upplýsingarstefnunnar, sé stuðst við þær
hugmyndir sem uppi eru um sjálfræði og frelsi, þar sem horft er fram hjá
hefðum, valdhöfum, trúarbrögðum og frumspeki. Vico áttaði sig greini-
lega á möguleika á óstöðugleika ef til „nútímaíroníu“ kæmi og setti því
fram trúarlega lausn, sem vissan hemil, sem auðvelt er að sjá sem form-
ódernískt eða gamaldags viðhorf. Trúarlegar kenningar flokka mótsagnir,
mun og misræmi heimsins á íronískan hátt sem óútskýranlegar, svo að
hægt sé að hrinda okkur inn í heim sem liggur dýpra en það sem bein
samskipti geta náð til, og er því raunverulegri. Á vissan hátt virðist skrefið
frá for módernískri yfir í póstmóderníska íroníu ekki ýkja stórt, ef litið er
47 Zulaika og Douglas hafa sýnt fram á þetta með sannfærandi hætti þegar kemur að
orðræðu hryðjuverka. Joseba Zulaika og William Douglas, Terror and Taboo: The
Follies, Fables, and Faces of Terrorism. London: Routledge, 1996.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ