Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 260
259
á hvernig mótsagnir eru meðhöndlaðar. Að vísu varði sorgin eftir glataðri
vissu ekki lengi eftir að íronía nútímans braut niður hið ósegjanlega annars
vegar og hins vegar trú upplýsingarinnar á framfarir byggðar á skynsemi,
sem einkennir hana. En þó er forvitnilegt að athuga að þótt póstmódern-
isminn setji fyrirvara við hugmyndina um skynsemi (flokkun) heldur hann
því fram (með trúarlegum blæ) að eitthvað jákvætt sé að finna í óreiðu eða
stælingu mótsagnanna sem eftir verða.
Það hefur hvarflað að mörgum samfélagsrýnum að mannfræðin sjálf,
sem er í senn afurð og framlag til íroníu nútímans hafi lagt af mörkum í
þágu póstmódernískrar upplausnar skyldu og sannfæringar. Við getum til
dæmis velt fyrir okkur nýlegri ritgerð um hvernig Satan birtist ekki lengur
sérstaklega í siðadómum og gjörðum mannsins – það er, hann er ekki leng-
ur hluti af siðferðilegu ímyndunarafli. Höfundurinn, Andrew Delbanco,48
tengir þetta brotthvarf tilfinningarinnar fyrir möguleikanum á hinu illa í
nútímanum við mannfræðilega afstæðishyggju sem hann álítur mikilvægan
þátt í því sem hann nefnir „menningu íroníunnar.“49 Tilfellið er þó ekki
að Delbanco, sem telur sig veraldlegan og frjálslyndan, vilji afturhvarf
til upphafningar staðbundinnar iðju og gildismats eins og það gæti verið
algilt eða mæla kennivaldi bót og þeirri yfirgangssömu réttsýni sem því
fylgir. Hann óskar þess fremur að siðferðilegt ímyndunarafl sé áfram virkt
og að geta mannsins til djúptækrar illsku sé viðurkennd og numin, ekki
einvörðungu möguleg illska annarra heldur einnig manns sjálfs. Viðburðir
tuttugustu aldarinnar, aldar helfara, hafa sannarlega styrkt þá röksemd að
nauðsynlegt sé að vera meðvituð um tilvist illskunnar. og ýmislegt hefur
orðið þeim talsmönnum íroníunnar til hnjóðs, sem grafa vilja undan öllum
vísunum til illsku yfirhöfuð. Eins og Kierkegaard sagði hefur íronistinn
öðlast ákveðið huglægt frelsi undan persónulegri ábyrgð á hörmungum
heimsins. En skoðun Delbancos er sú að íronía leysi okkur ekki undan
þeirri kvöð að dæma og grípa til aðgerða gagnvart þeirri síendurteknu
staðreynd sem djúpstæð illska er.
Sé eitthvað til í því sem haldið er fram að mannfræði hafi lagt sitt af
mörkum til þessa ástands, þá er íronían sláandi. Er hugsanlegt að verk
mannfræðinga, í einlægni sinni og ákefð við að öðlast skilning á öllum
heimsins krókum og kimum, hafi haft íronískar afleiðingar á einlæga þátt-
töku annarra í þessum sama heimi? og einnig er hægt að velta upp þeirri
48 Andrew Delbanco, The Death of Satan: How Americans Have Lost the Sense of Evil.
new York: Farrar, Straus and Giroux, 1995.
49 Delbanco, 1995, bls. 190, 209–10.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“