Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 261
260
spurningu hvort þetta gildi jafnvel um samskipti sjálfs mannfræðingsins
við viðfangsefni sín. Ef lögmætiskrísa tuttugustu aldarinnar varðar einnig
mannfræðinga, er þá ekki eins líklegt að hún hafi haft íronísk áhrif, hvað
sem mannfræðilegri fjölhyggju líður, á sjálfa mannfræðina?50 Í ljósi þess-
ara möguleika kemur ekki á óvart að sumir helstu mannfræðingar hafa lýst
starfi undafarinna áratuga með mjög svo íronískum blæ.51
Íronískar afleiðingar af starfi mannfræðinga hafa í öllu falli verið áþreif-
anlegar og ámælisverðar, frá sjónarhóli þeirra sem rækja menningarlegar
skyldur sínar og félagslegar kvaðir af nægilegri alvöru og telja þær upp-
sprettu mannlegrar reisnar í nægum mæli til að það réttlæti að stórum
hluta lífsins sé varið til að boða fagnaðarerindi einhverrar siðmenningar.
Á hinum kristnu Vesturlöndum og í nýlendum þeirra og eftirlendum, þar
sem flestir mannfræðingar hafa starfað á verndaðan hátt í anda fjölhyggju
50 Arnold Krupat, „Irony in Anthropology: The Work of Franz Boas“, Modernist
Anthropology: From Fieldwork to Text, ritstj. Marc Manganaro. Princeton: Princeton
University Press, 1990; nigel Rapport, „Irony“, Social and Cultural Anthropology:
Key Concepts. Routledge: London and new York, 2000, bls. 133–45.
51 Sjá Ernest Gellner, Spectacles and Predicaments: Essays in Social Theory. oxford:
Blackwell Publishers, (1979) 1991; clifford Geertz, After the Fact: Two Countries,
Four Decades, One Anthropologist. cambridge: Harvard University Press, 1995;
Marshall David Sahlins, How "Natives" Think: About Captain Cook, for Example.
chicago: University of chicago Press, 1995. Þessir þrír mannfræðingar eru allir
tengdir við augljósa íroníska afstöðu og orðfæri, eins og sjá má í titlum bókanna
sem hér er vísað í. Gellner var til dæmis alla tíð íronískur áhorfandi að „viðburð-
unum og vandræðunum“ sem stýrðu mannfólkinu (og sérstaklega félagsvísinda-
fólki) í átt frá rökhyggju og skynsemi, hvort sem um var að ræða þörf fyrir vernd,
popúlismi, póstmódernismi, natívismi, afstæðishyggja eða trúarleg þjóðernishyggja.
Allir íronistar eiga sitt bête noire, eða það sem fer sérstaklega í taugarnar á þeim. Á
meðan íronía Gellners beinist að þeim sem, að hans mati, sýna skerta dómgreind,
beinir Geertz íroníu sinni að þeim „staðreyndaleiturum“ sem horfa framhjá marg-
breytilegum merkingum í menningarheimum og íronía Sahlins beinist gegn þeim
sem „eru of gjarnir á alhæfingar um mannlegt eðli.“ Marilyn Strathern á augljóslega
heima á lista yfir virta mannfræðinga með íroníska afstöðu, þó í hennar tilfelli sé
um að ræða innifalda íroníu sem vísar í hana sjálfa, en í tilraunum sínum til rök-
stuðnings er hún sérstaklega meðvituð um íroníuna í þeim rökum sem hún beitir.
Sjá til að mynda „Þáþrá og nýja erfðafræðin“ („nostalgia and the new Genetics,“)
en þar fullvissar hún lesandann strax í byrjun um að henni hafi mistekist að færa
rök fyrir máli sínu: „Það mun koma í ljós að ég lendi í rökfræðilegri sjálfheldu. Það
má segja að ég lúti í lægra haldi fyrir andstöðu minni gegn mínum eigin rökum. Að
sjálfsögðu er eina huggunin sú að hefði mér heppnast ætlunarverkið hefði árang-
urinn einmitt talist til orðagjálfurs“ (Marilyn Strathern, „nostalgia and the new
Genetics“, Rhetorics of Self-Making, ritstj. Debora Battaglia. Berkeley: University
of california Press, bls. 98). Síðasta setningin gerir að verkum að athugasemdirnar
verða íronískar á tvíþættan máta.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ