Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 265
264
mannsins sem stafar af mikilli íroníu, í miklum metum sem sérlega skil-
virkan grunn stjórnmála, eða jafnvel enn fremur andstjórnmála.
Lag og mótlag: Mannfræði sem skapari og viðfang íroníu
nú komum við að vandmeðfarnara efni, íronískum viðhorfum til tilrauna
og niðurstaðna mannfræðirannsókna bæði innan og utan greinarinnar.
Hér að framan hefur því verið haldið fram að ástæða sé til að líta á mann-
fræði sem íroníska fræðigrein. Þeir sem stunda þátttökuathuganir komast
ekki hjá því að dansa á brún íroníunnar. og sem „menningarhöfundar“
er óhjákvæmilegt að mannfræðingar hafi með afstæðishyggju sinni trufl-
andi og íronískar afleiðingar fyrir einlægni annarra (og hugsanlega þeirra
sjálfra) í þátttöku sinni. Því skyldi engan undra að íronía sé notuð sem
andsvar, sem náttúrlegt mótlag við óstöðugleika, af hálfu þeirra sem mæta
efasemdum um einlægni sína.
Það er þrátt fyrir allt til fólk sem í einlægni kann að meta stöðugleika,
hrein og bein samskipti og að vera tekið alvarlega án þess að málin séu
flækt með því að boðið sé upp á aðra kosti eða sjónarmið sem grafa undan
öðrum. Slíka einlægni er til að mynda að finna í „siðmenntunar-köllun-
inni“. Þeir sem hafa helgað sig slíkri köllun eiga aðeins eina heimsmynd;
heimurinn er ekki skjaldbaka sem stendur á baki skjaldböku sem stendur á
baki skjaldböku „alla leið niður“, eins og í íronískri sögu sem finna má hjá
clifford Geertz.60 En mannfræðingar, ólíkt trúboðum, hafa ávallt boðið
upp á önnur sjónarmið eða, ef svo má að orði komast, aðrar skjaldbökur
sem aðrar heimsmyndir hvíla á. Í það minnsta hefur fráhvarf verið hluti af
góðum mannfræðirannsóknum vegna þess að mannfræðingar hafa löngum
sóst eftir að gera „hið framandi kunnuglegt og hið kunnuglega framandi“.
Frá Frazer til Lévi-Strauss hafa þeir ýmist reynt að sýna villimennskuna
í hinu siðmenntaða og hið siðmenntaða í villimennskunni.61 Á þann hátt
60 clifford Geertz, „Thick Description: Toward an Interpretive Theory of culture“,
The Interpretation of Cultures. new York: Basic Books, 1973, bls. 28–29.
61 orðasambandið kemur frá Frazer sem reyndi, í verki sínu, að skýra ákveðnar
ráðgátur tengdar nútímamenningu sem „eftirlifendur“ frá fyrri tíma. Frazer segir:
„Samanburðaraðferðin er tækið til að finna hið óbeislaða í siðmenningunni, sem
gerir okkur kleift að greina vitsmunalega og siðferðilega þróun mannsins, ef henni
er beitt á mannshugann“ (Frazer, 1918, bls. 1. Strathern 1990 birtir þessa tilvitnun
á bls. viii). Verk Frazers varð hins vegar fljótlega úrelt í mannfræðinni. Eins og
Strathern orðar það: „Malinowski setti fram sömu tilgátu, en akkúrat öfuga: upp-
götvun siðmenningarinnar í hinu óbeislaða“ – verk sem lagði að mestu línurnar í
mannfræðinni næstu hálfu öldina eða lengur (Marilyn Strathern, „out of context:
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ