Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 266
265
hafa mannfræðingar, sem „birgðasalar fráhvarfsins“, í raun átt sinn þátt í
tilvistarkreppu tuttugustu aldarinnar.
Ef sú er raunin að helsta viðfang/fórnarlamb mannfræðilegrar íroníu
hafi verið siðmenntunarköllunin er ekki að undra að mótsvar hafi borist
frá þeim sem innblásnir eru af þeirri köllun.62 Því að „trúboðar“, í víðasta
skilningi orðsins, skirrast ekki við að alhæfa út frá eigin gildum og skiln-
ingi og sú alhæfing, og einlægnin sem henni fylgir, eru í raun mikilvæg
undirstaða köllunarinnar. Að sjálfsögðu hafa mannfræðingar ekki komist
hjá eigin samsömun við umrætt „trúboð“ og forgangsröðun þess gagnvart
þeim sem mannfræðingar beina sjónum sínum yfirleitt að. og á óbeinni
hátt, óháð öllu „trúboði“ hefur vettvangsrannsóknum í þriðja (og fjórða)
heiminum á síðustu hundrað árum oft fylgt undiralda íroníu vegna inn-
byggðs, og stundum augljóss, samanburðar á menningarheimum eða sið-
menningum sem þróaðri eða vanþróaðri, betri eða verri, heilbrigðari eða
óheilbrigðari. Þetta er íronía hinna æðri, á vissan hátt „siðmenntaðri“ aðila
sem velta fyrir sér hlutskipti hinna óæðri, af ímyndaðri hlutlægni. Þetta er
íronía hins vestræna heims sem veltir fyrir sér „restinni af heiminum“ ( e.
„the West contemplating the Rest“), svo notast sé við það íroníska orðalag.
Mannfræðingum er það ljóst að „restin“ hefur lengi veitt mótlag með
rætnum athugasemdum um mannfræði og mannfræðinga – athugasemdum
sem hafa íronískan fyrirlitningartón. Ef til vill hófst þetta með pólitískum
undirlægjuhætti mannfræðinga gagnvart nýlenduherrum og heimsvalda-
sinnum á Viktoríutímanum en hefur viðhaldist fram yfir nýlendutímann
með íronískum athugasemdum og mótmælum vegna þess hvernig mann-
fræðin hefur komið sér allsstaðar fyrir með fordóma sína sem innfæddir og
minnihlutahópar finna fyrir. Þetta er íronía sem fræðimenn sem tilheyra
The Persuasive Fictions of Anthropology“, Modern Anthropology: From Fieldwork
to Text, ritstj. Marc Manganaro. Princeton: Princeton University Press, 1990, bls.
90–91).
62 Sjá til að mynda skrif um tengsl á milli kristinna trúboða og mannfræðinga, þar
á meðal Frank A. Salamone, „Anthropologists and Missionaries: competition or
Reciprocity“? Human Organization 36, 1977, bls. 407–12; Kenelm o. Burridge,
„Missionary occasions“, Mission, Church, and Sect in Oceania, ritstj. James A.
Boutilier, Daniel T. Hughes og Sharon W. Tiffany. Ann Arbor: University of
Michigan Press, 1978; claude E. Stipe, „Anthropologists versus Missionaries: The
Influence of Presuppositions“, Current Anthropology 21, 1980, bls. 165–79; George
W. Stocking Jr., „The Ethnographer’s Magic: Fieldwork in British Anthropology
From Tylor to Malinowski“, Observers Observed: Essays on Ethnographic Fieldwork,
ritstj. George W. Stocking, Jr. Madison: University of Wisconsin Press, 1983, bls.
70–120; Huber, 1988, 1996.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“