Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 267
266
þriðja heiminum eða minnihlutahópum benda stöðugt á í verkum sínum.63
Hin frægasta er ef til vill verk Standing Rock indjánans Vine Deloria Jr.,
Custer Died for Your Sins: An Indian Manifesto.64 Hinn alræmdi 4. kafli, sem
ber hið íroníska heiti „Mannfræðingar og aðrir vinir“, hefst á upptalningu
á hinum ýmsu hörmungum mannkynsins og í framhaldi er eftirfarandi
staðhæfing sett fram: „En af öllu mannkyninu hafa indjánar þurft að þola
mest. Bölvun Indjána er meiri en allra annarra þjóða í sögunni. Indjánar
hafa mannfræðingana.“65 Kaflinn er meistarastykki háðsádeilu gagnvart
mannfræðingum og nemendum þeirra og beitir öllu tónsviði íronískra
viðbragða – skopstælingu, háði, satíru og spotti – öllum þeim fráhrindandi
og móðgandi og rætnu tjáningarleiðum sem hinir undirokuðu nota til að
benda á mótsagnir þeirra sem dæma út frá „endanlegum orðaforða“ svo
sem innan mannfræði, milli hins ytra og hins innra, milli orðagjálfurs og
viðhorfa.66
En hér er þarft að gera vissan greinarmun milli mismunandi íronískra
viðbragða, frá skopstælingu til spotts, sérstaklega nú þegar við beinum
sjónum okkar að íroníu mannfræðinnar (en ekki íroníu um mannfræð-
ingana). Það er harla ólíklegt að nokkur mannfræðingur, hversu íronískur
sem hann er, myndi vísvitandi setja fram fræðilegt etnografískt verk í formi
skopstælingar, hvað þá með kaldhæðni eða sem háð og spott. Þar með er
ekki sagt að mannfræðingar hafi aldrei vísvitandi varpað fram skopstæl-
ingu, og má þar nefna hina þekktu ritgerð Horace Miner, „Líkamsritúal
meðal Anakírema“ sem er „etnógrafísk rannsókn“ á hreinlætis- og líkams-
menningu Bandaríkjamanna og, eins og titillinn bendir til, er falin á íron-
63 Á lista yfir verk fræðimanna úr minnihlutahópum eða þriðja heims ríkjum sem
fjalla á íronískan hátt um mannfræðinga og tengsl mannfræðinga við pólitík
heimsvaldastefnunnar myndu að sjálfsögðu vera verk á borð við: Talal Asad, ritstj.
Anthropology and the Colonial Encounter. new York: Humanities Press, 1973; José
Limón, Dancing With the Devil: Society and Cultural Poetics in Mexican-American
South Texas. Madison: University of Wisconsin Press, 1994; Americo Paredes,
ritstj. Folklore and Culture on the Texas-Mexican Border. Austin: cMAS Books, 1992;
Edward Said, „Representing the colonized: Anthropology’ Interlocutors“ Critical
Inquiry 15, 2/1989, bls. 205–25; Valentin Y Mudimbe, The Invention of Africa:
Gnosis, Philosophy, and the Order of Knowledge. Bloomington: Indiana University
Press, 1988.
64 Vine Deloria Jr., Custer Died for Your Sins: An Indian Manifesto. norman: University
of oklahoma Press, (1969) 1998.
65 Deloria, (1969) 1998, bls. 78.
66 Hins vegar er rétt að taka það fram að í 7. kafla, „Húmor Indjána,“ er gnótt af
„innifalinni íroníu“ þar sem Indjánarnir sjálfir eru skotspónn eigin húmors.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ