Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 268
267
ískan hátt til að gera textann meira framandi og setja þessar venjur fram
sem ýktar eða líkastar helgisiðum. Í raun er óhjákvæmilegt að útkoman sé
íronísk í hvert sinn sem mannfræðingar beita þeim greiningarverkfærum
sem þeir nota í þriðja og fjórða heiminum við rannsóknir á íbúum fyrsta
og annars heimsins, sem eru í svipaðri stöðu eða æðri en þeir sjálfir.67
Bók J. McIver Weatherford, Ættbálkar á Hæðinni: Bandaríkjaþing, ritúal
og raunveruleiki, sem er skrifuð að hálfu í alvöru og að hálfu í spaugi og
er vísvitandi gerð framandi, er gott dæmi um hvernig það að tala niður til
þeirra hátt settu getur ekki annað en grafið undan þeim (og í þessu tilfelli
með spaugilegum hætti).68
Mest alla tuttugustu öldina, og sannarlega eftir að Malinowski kom
fram á sjónarsviðið, hefur hið gagnstæða átt við í meginstarfi mannfræð-
inga. Í sinni eigin útgáfu af siðmenntunarkölluninni – að kynna samstarfs-
menn sína og samlanda fyrir því að til er „siðmenning“ í „villimennsku“
– hafa mannfræðingar oftast beint íroníu sinni eingöngu að þeim sem tor-
tryggnir væru á að slíkt væri mögulegt. Aftur á móti hafa mannfræðingar
nálgast fólkið sem þeir rannsaka af mikilli einlægni, jafnvel þótt þjóðflokk-
um í hraðri þróun í átt til nútímamenningar hafi oft fundist mannfræðing-
arnir gera lítið úr sér með starfi sem í augum þeirra er fyllilega ábyrg og
67 Horace Miner, „Body Ritual among the nacirema“, American Anthropologist 58,
bls. 503–7. Endurprentað í The Nacirema: Readings on American Culture, ritstj.
James P. Spradley og Michael A. Rynkiewich. Boston: Little, Brown, 1956, bls.
10–13. Micaela di Leonardo bendir á að þessi „mannfræðilegi gambítur hafi bæði
vitsmuna- og tilfinningalega þætti. Vitsmunalegi punkturinn er sá að „við“ erum
eins og þeir frumstæðu; tilfinningalega lagið er kenjótt og gervigáfumannalegt –
frumstæðir „erum“ við.“ Þessi frekar léttúðuga aðferð er nokkuð algeng í mann-
fræðirannsóknum á Indjánum, en það eru takmörk fyrir því hve gagnleg hún er.
Eins og di Leonardo bendir á er „mannfræðilegi gambíturinn aðeins nothæfur á
Bandaríkjamenn sem búa við nokkur forréttindi, aldrei á þá sem eru á einhvern
hátt útskúfaðir“ (Micaela Di Leonardo, Exotics At Home: Anthropologies, Others,
American Modernity. chicago: University of chicago Press, 1998, bls. 57 –63).
68 J. McIver. Weatherford, Tribes on the Hill. The U.S. Congress, Rituals and Realities.
South Hadley, MA: Bergin and Garvey, (1981) 1985. Áhrifin eru einnig íronísk
þegar sýnt er fram á að „tímalausar“ hefðir, sem fólk telur táknrænar fyrir sjálfs-
mynd sína, séu í raun nýlegar og jafnvel ekki þeirra eigin. Þannig hefur borið
talsvert á því í skrifum um „tilbúning hefðanna“ að verið sé að hrekja viðteknar
hugmyndir um hefðir, hvort sem það er gert af einlægni eða ekki. Sjá sérstaklega
ritgerð Trevor-Ropers um uppruna skotapilsins, í greinasafni Hobsbawms og
Rangers sem var mörgum mannfræðingum, sem og sagnfræðingum, innblástur
(Hugh Trevor-Roper, „The Invention of Tradition: The Highland Tradition of
Scotland“, The Invention of Tradition, ritstj. Eric Hobsbawm og Terence Ranger.
cambridge: cambridge University Press, 1983, bls. 15–41).
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“