Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 269
268
fagleg umfjöllun um líf þeirra og hefðir. Þessi túlkunarmunur hefur verið
uppspretta ósættis milli mannfræðinga annars vegar og fólksins sem þeir
rannsaka hins vegar. Þetta hefur leitt til íroníu bæði fyrirfram gagnvart
rannsóknum og eftirá.
Hvað sem öðru líður skulum við gera greinarmun á annars vegar
„sannri íroníu“, einkum sannri mannfræðilegri íroníu, og hins vegar ólík-
um birtingarmyndum ósamræmis. Athugum að ekki er um neinn ofstopa
að ræða eða illkvittni. Háðsádeilu (e. satire) og skopstælingu (e. parody)
hefur jú einmitt verið lýst sem herskáum birtingarmyndum íroníu sem,
líkt og kaldhæðni, sýna skýra afstöðu gagnvart réttu og röngu í heim-
inum. Herskáir og illkvittnir íronistar nota skopstælingu eða háðsádeilu
til að sýna sjálfstraust sitt og benda á þekkingarleysi hinna og/eða fátækleg
gildi og fá afrek. Slík tjáning þykist búa yfir skilningi á hvernig heimurinn
virkar, orsökum og lausnum og nýtir sér verkfæri ósamræmis á jákvæðan
eða neikvæðan hátt, með góðu eða illu, í þágu slíkrar heimsmyndar. Hins
vegar má segja að „sönn íronía“ hrærist í óvissu og með einhvers konar
kosmískri tilfinningu fyrir endanleika og hverfulleika mennskunnar. Þótt
hún deili almennu ósamræmisyfirbragði háðs og kaldhæðni leitar hún ekki
hinna einföldu lausna eða skýrra orsaka af þeirri tegund sem örva og ljá
hinu síðarnefnda kraft í gegnum sjálfsöryggi, jafnvel illkvittni.69
Sönn mannfræðileg íronía, í besta skilningi þess hugtaks, inniheldur
því hvort tveggja; tilfinninguna fyrir hinu ósamrýmanlega og hinu óvissa,
sem hlýst af því að starfa þvert á menningarleg landamæri. En hún er
fjarri því að vera illkvittin skopstæling hins (e. the other). Slíkt viðhorf
sem á rætur að rekja til sjálfsöryggis eða sýnilegs sjálfsöryggis um eigin
heimsmynd samræmist því hins vegar alls ekki að vera móttækilegur fyrir
heimsmynd hins, sem þó er kjarni mannfræðilegs viðhorfs og aðferðar.
Þannig er hægt að stunda vettvangsrannsóknir með fullu tilliti til misræm-
is í aðferð og nánd við viðfangsefnin sem geta grafið undan rannsókninni á
margan hátt. Íronían í að vinna svona getur birst í etnógrafíunni. En varla
er hægt að búast við því að tilfinningu vettvangsrannsakandans fyrir hinu
69 Hugtakinu „sönn íronía“ svipar til hugtaks Burke um „klassíska íroníu“ sem er
„ekki æðri... [heldur] byggir á tilfinningu um grunnskyldleika við óvininn, eins og
maður þarfnist hans, standi í þakkarskuld við hann, sé ekki aðeins til hliðar við hann
sem áhorfandi heldur finni fyrir honum innra með sér, verði í raun samtvinnaður
honum“ (Kenneth Burke, A Grammar of Motives. Berkeley: University of california
Press, 1969, bls. 514).
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ