Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 270
269
ósamrýmanlega megi á endanum rekja til sams konar sjálfsöryggis sem
getur leitt til ofstopa eða illkvittni.
Hvað er þá sönn mannfræðileg íronía? og hvernig má greina hana
frá öðrum íroníum sem vaninn er að greina á milli: sókratískri, sögulegri
og leikrænni? Við höfum haldið því fram að sönn mannfræðileg íronía
spretti úr aðstæðum vettvangsvinnunnar og etnógrafískri þekkingarleit.
Þetta eru aðstæður þátttökuathugunar við þvermenningarleg, jafnvel
þversagnakennd, menningarleg skilyrði. Við þessar aðstæður koma fram
afhjúpandi fullyrðingar og gjörðir en um leið hvílir leyndarhjúpur yfir
öllu. Starfið einkennist af spennunni milli orðagjálfurs og afstöðu. Í stuttu
máli er unnið með takmarkaða þekkingu sem þó er háð einhliða og skil-
yrðislausum skilningi. Allt þetta gerir að verkum að mannfræðilegum full-
yrðingum er hægt að andmæla, það má grafa undan þeim eða láta í ljós
efasemdir og allt hefur þetta íroníska vídd. og það eru slíkar aðstæður sem
fyrr eða síðar knýja mannfræðinga til að endurmeta, með tilvísun til sjálfra
sín, sjónarhornið sem þekking þeirra er háð! Varkárnin sem slík sjálfstilvís-
un færir mannfræðingum, sem getur orðið sjálfslotning70 (og íronían sem
henni fylgir), er kjarni sannrar mannfræðilegrar íroníu.
Íronía á vettvangi
Mörg íronía mannfræðilegra rannsókna og skilnings hefur verið ljós mann-
fræðingum um langa hríð. clifford Geertz tekur mannfræðilega íroníu
raunar til gagngerrar umræðu strax 1968. Við höfum minnst á sögulegu
rökin, sem einnig hafa verið vel þekkt um skeið – að mjög íronískan þráð
megi finna í verkum frumkvöðla amerískrar mannfræði, svo sem hjá Franz
Boas og sömuleiðis í breskri mannfræði, en þar má nefna James Frazer og
Bronislaw Malinowski.
Mannfræðingar hafa ekki verið jafnduglegir við að beita þessari íron-
íuvitund á fyrirliggandi rannsóknargögn, og því ekki verið jafn næmir á
nálægð, staðsetningu og styrk íroníu í daglegu lífi þeirra sem þeir rann-
saka og þar af leiðandi mikilvægi þess að taka íroníuna með í reikninginn
við störf sín.71 Vissulega höfum við lengi búið að gögnum sem skjalfesta
70 Sjá einnig Daniel W. conway, „comedians of the Ascetic Ideal: The Performance
of Genealogy“, The Politics of Irony: Essays in Self Betrayal, ritstj. Daniel W. conway
og John E. Seery. new York: St. Martin’s Press, 1992, bls. 74.
71 Hafa verður í huga að þó sjónum sé ekki sérstaklega beint að „íroníu“ leggja
margar af hinum ágætustu etnógrafísku rannsóknum áherslu á, eða setja jafnvel í
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“