Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 271
270
íronísk viðhorf til forsendna trúboðs siðmenningarinnar frá sjónarmiði
nýlendubúa, til að mynda Villimaðurinn svarar fyrir sig.72 nær okkur í tíma
er frumkvöðlarannsókn Bassos73 á skopskyni Apache-fólksins, sem inniheld-
ur margar íronískar athugasemdir þess um framkomu og fordóma „hvíta
mannsins“.74 nú fyrirfinnst meira að segja mannfræðilegt efni sem heldur
til haga íronískri umfjöllun um siðmenningartrúboðið frá sjónarhóli sjálfra
nýlenduherranna, s.s. rannsókn Hubers75 á kaþólsku trúboði í Papúa nýju-
Gíneu, en rauður þráður hennar er notkun þessara trúboða á íroníu við að
lýsa þeim krókaleiðum sem þeir þurftu að fara í trúboðsstarfi sínu.
Íroníuvitund mannfræðinga, jafnvel þegar hún er ekki beint kölluð því
nafni, hefur einnig verið sérlega áberandi í nýlegum etnógrafíum sem ein-
blína á aðstæður nýlendutímans, vandamál eftirlendunnar og aðrar flækj-
ur hnattvæðingarinnar. Í Hangið án reipis: Frásagnarreynsla úr Karólandi
nýlendu- og eftirlenduáranna76 eftir Mary Margaret Steedly kemur fram að
þrátt fyrir að sagnir Karó-fólksins af „einstæðum upplifunum“ og „ótrú-
legum aðstæðum“ séu stundum „samofnar orðræðu nýlendustefnunnar
um annarleika (e. otherness) og gefa þannig til kynna tvöfeldni ... [séu þær]
samt sem áður vitnisburður um kollvarpandi afl hins ókunnuga; óviðeig-
andi orðfæris, ógætinna orða og þess sem betur væri látið ósagt.“77 Önnur
nýleg indónesísk etnógrafía, Í ríki demantsdrottningarinnar: Jaðarsetning
á afskekktu svæði eftir Önnu Tsing,78 beinir einnig sjónum að „andlegum
viðhorfum sem mótmælum við kröfum yfirvalds [ríkisins]“ en segir jafn-
forgrunn, þverstæður og flækjur í aðstæðum sem lesendur gætu kannast við sem
„íronískar.“
72 Julius E. Lips, The Savage Hits Back or The White Man Through Native Eyes. new
Hyde Park: University Books, (1937) 1966.
73 Keith Basso, Portraits of "The Whiteman": Linguistic Play and Cultural Symbols among
the Western Apache. cambridge: cambridge University Press, 1979.
74 Í verki Bassos má sjá að húmorinn af norðursléttunum (Plains) í Custer dó fyrir
syndir þínar (e. Custer Died For Your Sins), eftir Deloria, þar sem hæðst er beisklega
að sníkjulífi mannfræðinga meðal Indjána, sem minnst er á hér að ofan, á samhljóm
í Suðvestrinu – vísbending um það hve útbreidd þessi gagnrýnu viðhorf hljóta að
hafa verið á meðal frumbyggja Bandaríkjanna og hvílíkur gnægtabrunnur fyrir bæði
þeirra skilning og okkar.
75 Huber, 1988.
76 Mary Margaret Steedly, Hanging without a Rope: Narrative Experience in Colonial
and Postcolonial Karoland. Princeton: Princeton University Press, 1993.
77 Steedly, bls. 239.
78 Anna Lowenhaupt Tsing, In the Realm of the Diamond Queen: Marginality in an
Out-of-the-Way Place. Princeton: Princeton University Press, 1993.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ