Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 272
271
framt „innlend elíta og erlendir ferðamenn líta á slík dreifbýlismótmæli
sem bábilju.“79
Íronían, sem fólgin er í gagnkvæmum misskilningi og tilbúningi hins
„ósvikna“ sem alþjóðlegur ferðamannaiðnaður hefur skapað, hefur notið
aukinnar athygli mannfræðinga undanfarin ár – allt frá stuttum kynnum
á nýjum áfangastöðum ferðamanna á borð við Papúa nýju-Gíneu80 til
meiri og nánari samskipta Sjerpa-fólks og erlendra fjallgöngumanna á
Himalajasvæðinu í nepal.81 ortner viðurkennir efnahagslegt, pólitískt og
menningarlegt vald sem „sahib“-ferðalangarnir hafa beitt til að móta sam-
skiptaaðstæður Sjerpa og Sahíba og greinir frá tilraunum Sjerpanna til
þess að bæði þóknast Sahíbunum og stjórna þeim. ortner tekur þó ekki
upp íroníska túlkun Adams á sjerpamenningu samtímans sem „sýndarskip-
an“. Hann færir þess í stað rök fyrir því að Sahíbar og Sjerpar leiki hvorir
um sig sína „alvarleiki“ og að „sýn Sahíbanna á Sjerpa og sjálfsmótun
Sjerpanna eigi sér stað samtímis í flókinni og óútreiknanlegri díalektík“82
sem á endanum sé hins vegar oft íronísk í margþættum merkingaraukum
sínum!
Viðurkenning á margræðni og óvissu sem einkennir slíkt ástand er lyk-
illinn að ákalli Keiths Brown83 eftir sannarlega „íronískri etnógrafíu”. Sú
tilhneiging elítunnar að gera mikið úr staðbundnum venjum trúarlegrar
tjáningar og vanmeta pólitískt afl þeirra er vel þekkt. Brown leggur áherslu
á hina hlið „oríentalismans“. Eins og hann bendir á oftúlka hernámsyfir-
völd í Makedóníu gjarnan margræðni gjörða þegna sinna og hafa skap-
79 Tsing, 1993, bls. 300.
80 Deborah, Gewertz og Frederick Errington, Twisted Histories, Altered Contexts:
Representing the Chambri in a World System. cambridge: cambridge University
Press, 1991; Lutkehaus, 1989; sjá einnig Edward M. Bruner og Barbara Kirshen-
blatt-Gimblett, „Maasai on the Lawn: Tourist Realism in East Africa“, Cultural
Anthropology 9, 4:1994, bls. 435–70; Edward M. Bruner, „Tourism in the Balinese
Borderzone“, Displacement, Diaspora, and Geographies of Identity, ritstj. Smadar Lavie
og Ted Swedenburg. Durham, nc: Duke University Press, 1996, bls. 157–79.
81 Vincanne Adams, Tigers of the Snow (and Other Virtual Sherpas): An Ethnography
of Himalayan Encounters. Princeton: Princeton University Press, 1996; Sherry B.
ortner, „Thick Resistance: Death and the cultural construction of Agency in
Himalayan Mountaineering.“ Representations 59, sumar/1997, bls. 135–62; Life and
Death on Mt. Everest: Sherpas and Himalayan Mountaineering. Princeton: Princeton
University Press, 1999.
82 ortner, 1998, bls. 58.
83 Keith Brown, 1999.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“