Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 273
272
að hugmyndina um „brögðótta frumbyggjann,“ en hreinskiptni hans og
trygglyndi eru ávallt dregin í efa. Engu að síður gagnrýnir Brown varfærn-
islega mannfræðinga sem, þrátt fyrir að leggja upp með annað, falla í þá
gryfju að „svipa til ríkisins“ í „ákefð sinni við að kafa ofan í eina frásögn af
fortíðinni til að draga aðra fram,“ og tengja sig þannig, svo hafið verði yfir
gagnrýni, við meintan áreiðanleika innanbúðarmannsins. Í Makedóníu
hafa mannfræðingar, líkt og utanaðkomandi aðilar síðustu öldina „reynt að
skrásetja „sannleikann“ svo þeir geti gefið sem eðlilegasta mynd af fólki,“
og missa í leiðinni af þeirri óákveðni og óvissu sem fylgir reynslu fólks
„sem er jaðarsett af útþensluríkjunum.“ Brown leggur til að frekar sé beitt
„íronískri etnógrafíu,“ sem taki ekki aðeins mið af því pólitíska samhengi
sem skýrir breytingar á stuðningi fólks, heldur einnig viðurkenningu fólks
á margræðni fortíðar þess, og nútíð, og þeim húmor sem það sækir í „full-
vissu annarra.“ Með öðrum orðum, eins og Brown færir rök fyrir, ættu
fræðimenn á vettvangi að vera sér meðvitaðir um að það fólk sem þeir
rannsaka gæti verið íronistar í anda Rortys: „Það getur aldrei tekið sjálft
sig fyllilega alvarlega vegna stöðugrar vitundar sinnar um að orðin sem
það notar til að lýsa sjálfu sér eru breytingum háð ...“84
Finna má ákveðna „íroníska etnógrafíu“ hjá Daniel Bradburd í bók hans
Á staðnum: Nauðsyn vettvangsrannsókna en verkið einkennist af „lúmsk-
um íronískum tón og sjálfsgagnrýni“,85 þegar fjallað er um margar hliðar
rannsókna hans á meðal Komanchi hirðingjanna í Suður-Persíu. Titill
etnógrafíunnar er í sjálfu sér íronísk athugasemd um hið endalausa tal um
nauðsyn vettvangsrannsókna, sem leiðir í raun aldrei til vettvangsrann-
sókna. Það skín hins vegar í gegnum verkið hve höfundurinn er meðvitaður
um íroníska stöðu sína gagnvart heimildarmönnum sínum og sérstaklega
hvað varðar ólík stig íranska embættismannakerfisins. Bradburd er einn-
ig næmur fyrir íronískri afstöðu heimildarmanna sinna, meðal Komachi
hirðingjanna, gagnvart honum sjálfum.
Að þeirri íroníu slepptri sem tengist nýlenduveldum, hernámi, vest-
rænum yfirráðum og alþjóðavæðingu, þá hefur Johannes Fabian,86 lagt
áherslu á hve mikilvægt er að taka tillit til íronískra þátta í frásögnum
heimildarmanna, ella verði verk okkar lituð af bókstafstúlkun. Tvær nýleg-
ar etnógrafíur samfélaga við sjávarsíðuna hafa raunar beinst sérstaklega
84 Sjá Rorty, Einkaíronía og von frjálslyndisins, bls. 213.
85 Daniel Bradburd, Being There: The Necessity of Fieldwork. Washington, D.c.: Smith-
sonian Institution Press, 1998, bls. xv.
86 Fabian, 1995.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ