Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 274
273
að íroníu sem finna má í rökræðum heimamanna. Lamont Lindstrom87
beinir sjónum sérstaklega að því hvernig íronía og háð eru notuð sem
„tæki til ritskoðunar“ í „þekkingarheimi“ eða „upplýsingamarkaði“ Tanna,
einni af suðureyjum Vanuatu (nýja Hebrides eyjaklasanum). Þar tekur
Lindstrom eftir því að ræðumenn á Tanna eru síður líklegir til að efast
um „sannleika“ boðskapar andstæðings síns (beint og óbeint), en um holl-
ustu andstæðingsins við eigin boðskap eða réttmæti þess að sá aðili flytji
boðskapinn. Hvað varðar Samóa hefur Brad Shore88 bent á að íronískar
frásagnir hafa lítið verið rannsakaðar í samóskri etnógrafíu. Raunin er
sú, segir hann, að „Samóar hafa yndislegan skilning á íroníu sem brýst
oft fram í stríðni, hæðni og oft og tíðum mjög fágaðri pólitískri satíru.“
Íronía er „sætasti ávöxtur mótsagnarinnar,“ segir Shore, og bætir við (ekki
ósvipað því sem Lindstrom segir um íroníu á Tanna) að „á Samóa nærist
hún á óleystri spennu á milli andstæðra menningarlegra birtingarmynda
valdasamskipta.“89
Linda Layne beinir frekar sjónum sínum að hinum bitru íroníum sem
reyna á mannsandann, en þeim ljúfari sem staðfesta hann, í rannsóknum
sínum á fósturlátum og andvanafæðingum hjá hvítum millistéttarfjölskyld-
um í Bandaríkjunum. Í mörgum frásagnanna og ljóðanna sem birtast í
fréttabréfum stuðningshópa fyrir fólk sem orðið hefur fyrir fósturmissi er
íronían notuð til að tjá reynslu sem er í fullkominni andstöðu við sannfær-
ingu höfundanna um eðli hlutanna. Íronían felur vissulega í sér ákveðinn
mátt til svölunar fyrir þessa þolendur (eins og marga aðra), en hún „dregur
úr skýrleika“ og „opnar óreiðukennt sjónarsvið“.90 En margir þeirra sem
eitt sinn voru verðandi foreldrar forðast þá öfgakenndari afstöðu efa og
ótta sem íronían getur leitt yfir þá með því að halla sér að kristinni trú eða
veraldlegum frelsunarhugmyndum. Eins og Layne orðar það:
Kristin trúarsetning felur í sér tilbúinn ramma til að fást við misræmið
á milli menningargerða okkar er lúta að náttúru, vísindum, að eðlilegu
lífshlaupi og hinum grimma raunveruleika lífsreynslunnar. Eins og
Sontag hefur bent á er ekki til kristinn harmleikur. „Í hugarheimi...
kristninnar finnast ekki stakir, handahófskenndir atburðir... hverri
87 Lamont Lindstrom, Knowledge and Power in a South Pacific Society. Washington:
Smithsonian Institution Press, 1990, 5. kafli.
88 Brad Shore, 1995. Culture in Mind: Cognition, Culture, and the Problem of Meaning.
new York: oxford University Press.
89 Shore, bls. 223.
90 Booth, 1974, bls. ix.
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“