Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 277
276
ar af áreiti á sama hátt og hann þarf að læra að lesa til þess að verða læs.3
Ég á erfitt með að trúa að ekki sjái allir hve ólíku þarna er jafnað saman.
„Even educated flees do it,“ segir í gömlu kvæði. En hvað sem um það
kann að vera nefni ég þetta aðeins sem öfgafulla mótunarhyggju.
Mótunarhyggjan kom eins og ferskur blær inn í umræðu Íslendinga um
kynjamun og kynhlutverk á blómatíma Rauðsokkahreyfingarinnar um og
upp úr 1970, og hún leiddi margt nýstárlegt af sér í fræðilegri umræðu.
Ég get nefnt ögrandi titil á doktorsritgerð Dagnýjar Kristjánsdóttur um
Ragnheiði Jónsdóttur rithöfund 1996, Kona verður til. En það er eins með
mótunarhyggju og fleiri nýstárlegar hugmyndir að þær missa frjómagn sitt
þegar þær berast yfir til annarrar kynslóðar og verða að trúaratriði sem
ekki þarf að ómaka sig að hugsa um og fordæmanlegt þykir að véfengja.
Það er líka segin saga að kenningar vakna upp á ný þegar farið er að gefa
þeim dánarvottorð. Í íslenskum fornsagnafræðum voru menn farnir að
segja að óþarfi væri að tala um sagnfestukenningu lengur þegar ný-sagn-
festan spratt upp á áttunda áratug síðustu aldar og hefur haft lífgandi áhrif
alla tíð síðan. Á hliðstæðan hátt er engan veginn ósennilegt að útskúfun
eðlishyggjunnar sé nú brátt á enda og fræðaheimurinn taki að viðurkenna
að hið forvitnilega í mannvísindum sé hvernig mannlegt eðli og lærð,
samfélagsbundin eða uppfundin, hegðun takast sífellt á. Þau átök eru að
mínu mati viðfangsefni sagnfræðinnar. Það vill svo til að ég set þessa skoð-
un fram í Ástarsögu Íslendinga, og Ragnhildur tekur þau orð upp í dómi
sínum: „Sagnfræðileg saga er einkum lærdómsrík af því að hún sýnir okkur
að mannlífið geti verið öðruvísi og fjölbreytilegra en við héldum áður.“
(GK244, RH276) Ekki man ég heldur eftir því að ég lýsi nokkurs staðar í
bókinni yfir skilyrðislausum stuðningi við eðlishyggju. Það er því afbökun
á málstað mínum þegar Ragnhildur eignar mér þá skoðun að „ástin er jú
alltaf eins“ (RH278). Kannski á það að vera fyndni; hún er einmitt eitt af
tækjum akademískra víkinga til að niðurlægja andstæðing sinn án þess að
hafa málefnagrundvöll til að standa á.
Það er einkum um tvennt í bók minni sem ég gríp til eðlishyggju í skýr-
ingarskyni á fyrirbærum þar sem mótunarhyggja hefur verið ríkjandi að
undanförnu. Annað atriðið er frilluhald höfðingja. Í nokkra áratugi hefur
ríkt sú skoðun að íslenskir höfðingjar hafi einkum haldið frillur til að afla
sér (karlkyns) bandamanna og efla héraðsvöld sín. Þetta var góð hugmynd,
3 Gunnar Karlsson, Ástarsaga Íslendinga að fornu. Um 870–1300, Reykjavík: Mál og
menning, 2013, bls. 26. Framvegis vísa ég í bókina með því að tilfæra innan sviga
í meginmáli upphafsstafina GK og blaðsíðutal.
gunnaR KaRlSSon