Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 278
277
djörf og frumleg, þegar Auður Magnúsdóttir setti hana fram í BA-ritgerð
sinni árið 1987.4 Mér finnst samt að hún standi ekki undir því að vera alls-
herjarskýring á frilluhaldi og reyndi að sýna fram á það með því að benda
á að frillur virtust sjaldan hafa komið úr fjölskyldum sem höfðingjum
hefði verið mikill akkur að því að fá sem nána bandamenn (GK258–61).
Ragnhildur gengur ekki beinlínis gegn þessari túlkun en skilur ekki hvern-
ig ofmetnaður höfðingja á útþensluskeiði höfðingjaveldisins, á síðari hluta
12. aldar og fyrri hluta 13. aldar, „hefði átt að gera þá helmingi ástleitnari“
en fyrr og síðar (RH279). Þegar ég stafaði þetta ekki nánar ofan í lesendur
hef ég líklega haldið að allir áttuðu sig á því eftir 2008 hvernig ofmetnaður
getur leitt menn til að fara meira en áður yfir takmörk hins leyfilega.
Hitt atriðið þar sem ég þóttist geta fundið stuðning við eðlishyggjuskýr-
ingu var í umfjöllun um samkynhneigð. Þar vitna ég til þeirrar skoðunar
Michel Foucault að samkynhneigð hafi ekki verið talin eiginleiki sérstakra
einstaklinga fyrr en löngu eftir lok miðalda. Gegn því tefli ég frásögnum
af tveimur íslenskum körlum, Guðmundi ríka Eyjólfssyni, sem er persóna
í Íslendingasögum (en ekki Sturlungu eins og Ragnhildur segir: RH280),
og Kolskeggi Eiríkssyni í Sturlungu. Um Guðmund segir sögupersóna að
hann sé ekki „vel hugaður eða snjallur“, og sést glöggt af sambandinu, og
ummælum um Guðmund í öðrum sögum, að þetta var sagt í þeirri merk-
ingu að hann væri samkynhneigður (GK279–82). Um Kolskegg hefur
maður í Íslendinga sögu Sturlungu orðin „rassragur maður“ (GK286–87).
Gegn þessari túlkun minni rís Ragnhildur í sannri átoritetstrú: „kollvarpar
höfundur kenningu Michel Foucault, hvorki meira né minna, og kippir fót-
unum undan þeim rannsóknum á kynferði sem hafa sótt innblástur í heim-
speki hans undanfarna þrjá áratugi eða svo.“ Síðan túlkar hún niðurstöðu
mína þannig að ummælin um Guðmund og Kolskegg í sögunum gefi til
kynna „að þeir hafi stundað endaþarmsmök“ (RH279–80). Þetta er mikið
bull. Mér er alveg sama hvers konar kynmök þeir stunduðu. Ég vildi aðeins
benda á að um þessa menn er fjallað í sögunum eins og samkynhneigðin sé
eiginleiki þeirra. og aldrei sagði ég að þar með væri kenningu Foucaults
kollvarpað gersamlega um heim allan. Ég var aðeins að sýna að þarna væru
heimildir sem gengju gegn Foucault og gaf svo kurteislega í skyn að mér
þætti líklegt að svipaðar heimildir fyndust einhvers staðar í öðrum lönd-
um líka því ekki vildi ég gefa í skyn að ég héldi að Íslendingar hefðu haft
4 Auður G. Magnúsdóttir, Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa. Frillulífi á
Íslandi á seinni hluta þjóðveldisaldar. Reykjavík, 1987. Lokaritgerð við Háskóla Ís-
lands. Sagnfræði.
LASTARAnUM LÍKAR EI VIð EðLISHYGGJU