Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 279
278
„nútímalegri“ skilning á samkynhneigð en allir aðrir. Jú, blaðsíðulangur
undirkafli um þetta hefur titilinn „Eðlishyggja sigrar“ (GK296–97), en
þá átti ég bara við að þarna hefði hún unnið einn lítinn sigur. nú hefur
mér raunar verið bent á að nýlega birti breska blaðið Guardian grein þar
sem rakið er, í tilefni af nýstofnuðu hjónabandi leikarans Stephens Fry og
ungs karlmanns, að langvarandi og ástúðleg sambúð einstaklinga af sama
kyni er þekkt nokkurn veginn eins víða og lengi og sögur fara af.5 Ólíklegt
finnst mér annað en að eitthvert fólk sem kynntist slíku hafi litið á það sem
afleiðingu af sérstakri hneigð sambúðaraðila.
Sá sem vill stunda fræðilegan hernað verður að ráðast á fleira en eitt
atriði í verki andstæðings síns. Það gerir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
líka undanbragðalaust. Í bókinni eru tvö efni til umræðu, réttarsaga til-
finninga og tilfinningasaga, segir hún, en þau ná aldrei saman heldur er
fjallað um þau hvort í sínu lagi (RH269–70). Höfundur er ógagnrýninn
á heimildir (RH271) og tekur til dæmis mark á frásögn Guðmundar sögu
dýra í Sturlungu um Guðrúnu Þórðardóttur á Arnarnesi við Eyjafjörð
(RH272–73), jafnvel sögu Haukdæla þáttar af systrunum á Þingvöllum,
tveimur Þórum sem bollalögðu sín á milli um hver mundi biðja þeirra
(RH274–75). Tekið er fram svo alþekkt efnisatriði sem að Gunnar og
Hallgerður hafi verið hjón (RH271). „Ógnarlangar orðréttar tilvitnanir
í Íslendingasögurnar“ ofbjóða henni; eins er hún tortryggin á „gagnsemi
álíka ítarlegra tilvitnana í lög frá miðöldum“ (RH271). Sleppt er að nota
sem heimildir fornsögur sem gerast erlendis en hafa verið þýddar eða jafn-
vel samdar á norrænu (RH273). Ég hef „hunsað rannsóknir“ á fornsögum
„eingöngu á þeim forsendum að þær séu unnar innan annarrar fræðigrein-
ar“, og er þar einkum átt við rannsóknir sænska bókmenntafræðingsins
Daniels Sävborg (RH276–77). Misræmi er í því að nota sem heimildir
Gunnlaugs sögu ormstungu og Laxdæla sögu, augljóslega mótaðar af ridd-
arasögum, en „hafna ástum í riddarasögum sem gerast á erlendri grundu“
(RH278). Sumt í bókinni hefur ekki meira fræðilegt gildi en spjall yfir
bjórglasi (RH272). Áhugaverðar rannsóknarspurningar skortir (RH275).
Bókin gerir ekki annað en „sanna … að Íslendingar á tímabilinu 900–1300
hafi myndað ástarsambönd“ og það er álíka áhugavert og að upplýsa að þeir
hafi kúkað og pissað (RH276). Ég er vinsamlega fræddur á því að textar
séu „ekki skapaðir í tómarúmi heldur verða þeir fyrir djúpstæðum áhrifum
5 http://www.theguardian.com/books/2015/jan/23/-sp-secret-history-same-sex-
marriage. Sótt 22. febr. 2015.
gunnaR KaRlSSon