Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 280
279
frá þeim sögulegu og samfélagslegu aðstæðum sem þeir spretta úr“, og er
þetta birt sem uppgötvun íslenskrar fræðakonu, gefin út á prenti árið 2005
(RH277). Eitthvað rámar mig nú í að hafa heyrt það áður. Á eddukvæðið
Skírnismál lít ég sem ástarljóð þó að Helga Kress hafi sýnt fram á annað
(RH277nm.). Sturlunga er notuð eins og áreiðanleg heimild þótt Úlfar
Bragason hafi sýnt fram á að þar leynist „fjölmargar „formúlur““ (RH278).
Rökstuðningur er handahófskenndur og leiðir að fyrirframgefinni niður-
stöðu (RH271, 280–81). – Ekki tekur ritdómari fram hvernig hann veit að
niðurstaðan sé fyrirframgefin. – Bókin er ófrumleg (RH280). Ótímabært
er að skrifa slíkt yfirlitsrit meðan frumrannsóknir skortir (RH281), enda
óvíst að þörf sé á því eftir að Inga Huld Hákonardóttir gaf út bók sína,
Fjarri hlýju hjónasængur, 1992 (RH281–82).
Sumu af þessu er engin leið að svara því að það er gersamlega órök-
stutt og innihaldslaust last, til dæmis (RH280–81): „Almennt má segja
að sá hluti bókarinnar sem fjallar um eðli ástartilfinningarinnar meðal
Íslendinga að fornu sé hvorki fugl né fiskur, og fyrst og fremst er hann
ófrumlegur. Áleitnar spurningar eru hunsaðar, höfundur er ósammála
flestum sem hafa skrifað um efnið undanfarna áratugi, rökstuðningur er
oft handahófskenndur …“ Spyrja má hvernig sé hægt að vera áberandi
ófrumlegur en þó ósammála öllum sem hafa skrifað um efnið um áratugi.
Jafnvel þótt ég væri að endurreisa gamlar kenningar, frá því fyrir áratug-
um – sem ég held að ég geri ekki sérstaklega mikið – þá yrði það að teljast
sæmilega frumleg iðja.
Öðrum aðfinnslum væri hægt að svara efnislega en það tæki meira rúm
en ég vil fara fram á að fá hér. Aðeins ætla ég að fjalla í lokin um tvö atriði
þar sem mér finnst árásargirni Ragnhildar bera rökvísi hennar ofurliði.
Annað atriðið varðar heimildanotkun. Ragnhildur gerir nokkurt mál
úr því að ég „sleppi … sögum sem gerast utan Íslands, þó þær séu þýddar
eða jafnvel samdar á norrænu.“ (RH273) Það er að vísu ekki nákvæmt
að segja að ég sleppi þessum sögum heldur hafna ég því með rökum að
nota þær sem heimildir um ástarlíf Íslendinga. Ég endursagði meira að
segja eina sögu úr hverjum flokki, eina af því að mér finnst hún sérstak-
lega skemmtileg (sagan af Gyðu Hörðakonungsdóttur sem gaf Haraldi
hárfagra þá hugmynd að stofna noregsríki) og þrjár þeirra til að sýna
lesendum hve fráleitt væri að nota þær sem sagnfræðilegar heimildir um
íslenskan raunveruleika. Til þess valdi ég helgisögu af Agnesi mey sem var
komið fyrir allsnakinni í portkonuhúsi þegar hún var tólf ára gömul en
LASTARAnUM LÍKAR EI VIð EðLISHYGGJU