Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 281
280
hárvöxtur huldi nekt hennar betur en nokkur klæði. Úr fornaldarsögum
valdi ég ástamál Hrólfs sögu kraka sem gengur í nokkrar kynslóðir með
mesta safni stjórnlausrar girndar, sifjaspella, nauðgana og annars ofbeldis
sem ég hef nokkurs staðar lesið. Loks rakti ég riddarasöguna Vilmundar
sögu viðutan sem er næstum eins viðburðarík (GK51–54). Auðvitað var
næsta langsótt að fara að rökstyðja hvers vegna ég notaði þessar sögur
ekki sem heimildir um ástamál Íslendinga en ég leiddist út í það, kannski
einkum vegna þess að fyrir mér hafði orðið rökstuðningur franska sagn-
fræðingsins Georges Duby fyrir því að nota riddarabókmenntir sem heim-
ildir um franskt samfélag, nefnilega að þessar bókmenntir hefðu sýnilega
höfðað til fólks og haft áhrif á hegðun þess (GK49–50). Sem röksemd
gegn því að yfirfæra þetta sjónarmið Dubys til Íslands nefni ég meðal ann-
ars að við eigum svo mikið af raunsæilegum sögum um mannlíf á Íslandi að
það væri óþarft (GK55). En óþarft hefur mér fundist að benda á að það er
gamall og alþekktur siður sagnahöfunda að sleppa hugmyndafluginu lausu
þegar sagt er frá því sem er og gerist í fjarlægum löndum en vera stórum
raunsærri á heimaslóðum. Lesið þið bara lýsingar Herodótusar á háttum
fjarlægra þjóða í Rannsóknum hans í nýlegri þýðingu Stefáns Steinssonar.6
En þarna gat Ragnhildur fundið að ég hefði tekið ákvörðun og þá var upp-
lagt bragð í fræðilegum hernaði að dæma hana ranga. Á hinn bóginn setur
Ragnhildur ekki á neina umvöndunarræðu um hvernig ég nota lög sem
heimildir, sem ég geri þó nokkuð óvarlega stundum. Ég held að ástæðan sé
sú að ég gaf henni ekki hugmyndina um að þarna væri álitamál á ferðinni,
nennti ekki að fara út í það af því að ég var búinn að ræða það efni í löngu
máli í bók fyrir nokkrum árum.7 Af þessu, meðal annars, ræð ég að hún
hafi sótt til mín hugmyndina um að það geti orkað tvímælis að nota ekki
útlendu sögurnar. Svona er hægt að sækja vopnin til andstæðingsins þegar
herjað er á fræðasviðinu.
Svo mátti aftur á móti efast um það með gamalkunnum rökum að
heimilt væri að nota íslenskar sögur, Íslendingasögur og Sturlungu, sem
frásagnarheimildir því „vinna sagnfræðings snýst fyrst og fremst um að
vera gagnrýninn á heimildir“, segir Ragnhildur (RH271). Ef ég skil rétt
örlar jafnvel hjá henni á skoðun sem stundum hefur verið kennd við
póstmódernisma í sagnfræði, að frásagnir geti aldrei endurspeglað veru-
6 Heródótus frá Halíkarnassus, Rannsóknir. Stefán Steinsson íslenskaði og ritar eft-
irmála. Reykjavík: Mál og menning, 2013.
7 Gunnar Karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga.
Reykjavík: Heimskringla, 2004, bls. 28–59.
gunnaR KaRlSSon