Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 4
2
MÚLAÞING
hæð fengizt frá ríkinu, 13335 krónur. Var ramþykkt að verja
þeirri fjárhæð til vélritunar á örnefnasafninu austfirzka á
Þjóðmmjasafni og í þágu örnefnamálsins. I fyrra var varið
5000 kr. í sama skyni.
Dálítil gagnrýni á efnisval i Múlaþingi kom fram. Sumir
yildu hafa meira af „nýju“ efni og skáldskap, kvæðum og
jafnvel smásögum, en einkum þó skrifum um ýmis samtíma-
málefni og nýjum tíðindum. Þetta fékk þó ekki verulegan
h'jómgrunn, og ekki verður sagt að þessari stef.nu í „nútíma-
horf“ ihafi verið á loft ha'dið í ritdómum eða hréfum er ritið
hefur fengið frá kaupendum. en þó samt svo að eðlilegt væri
að koma nok’kuð til móts við þær óskir. Undirrituðum fin.nst
ritið of lítið til að taka þá stefnu að ráði og ekki rétt að fara
inn á vettvang blaða, sem teljast verða og eiga fremur að vera
spegill líðandi stundar en ársrit sögufélags. En svo er margt
sinnið sem skinnið og bezt að reyna að gera öllum til hæfis
með að há'ffullnægja sem flestum óskum á kostnað annarra
og forðast um of þrcngt og fastákveðið form. Eg tel mest um
vert að í hvsrju hefti sé a. m. k. ein grein, cg má vera löng,
unnin upp úr frumheimildum, skýrslum og skilríkjum, rituð-
um og prentuðum, gerð söguleg k'önnun á einhverjum þætti
austfirzkrar sögu.
Á fundinum kom fram á.hugi á annarri útgáfustarfsemi, og
var sitthvað nefnt, t. d. atvinnueaga Norðmanna (og fleiri út-
lendinga) á Austurlandi á 19. og fram á 20. öld, búnaðarsaga
á svipuðum tíma, ábúendatöl og æviskrárritun í Múlaþingi,
f.aga kaupstaða, lýsingar aflagðra fjal'vega, verklýsingar um
beitingu hverfandi og horfinna tækja o. fl.
Rædd var og samþykkt að'ld að Minjasafni Austui’lands;
félaginu var áður sent boð um það frá safnstjcrn sem skipuð er
fulltrúum Búnaðar- Kvenfélanr- og Ungmenna og íþróttasam-
bands Austurlands og Fjórðungssambands fiskifélagsdeilda,
öiínefnamálið, sem komið er á rekspöl, cg fleira var rætt og
ráðslagað.
Þá voru 'agfærð lög félagsins, og að síðustu kosin stjórn
o. fl. Formaður er nú Þorkell Steinar Ellertsson Eiðum (fyrri
foim. sagði af sér), og aðrir í stjórn Jón Björnsson og B.jörn
Sveinsson Egilsstöðum, Ármann Halldórsson Eiðum og Sig-
urður Ó. Pálsson Borgarfirði; varamenn Helgi Gíslason Helga-
felli og Birgir Stefánsson Norðfirði; endurskoðendur Ásdís
Sveinsdóttir Egilsstöðum og séra Einar Þ. Þorsteinsson Eið-
um. I ritnefnd voru kosnir Ármann Halldórsson, Birgir Stef-