Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 23
MÚLAÞING
21
og margir gerðu góð kaup, þarna voru margs konar vörur á
boðstólum, matvara, ‘álnavörur, t. d. flónel ágætt í nærskyrt-
ur; -þ|að var sjóblautt, en þvegið og þurrkað. Eg man liika
eftir verkfæi'um, rekum, járnkörlum o. fl. Ennfremur man eg
eftir mönnum sem komu ríðandi af strandstað með steyttar
hnakktöskur af sjóblautum gráfíkjum.
Flestir Eiðapiltar lærðu sund í búnaðars'kólanum.
— Faðir minn lærði sund á námsárum sínum á Steini. Hann
var mjög áhugasamur um það og kenndi það öllum piltum á
Eiðum. Hann gaf jafnan tuttugu mínútna frí fyrir miðdags-
matinn á sumrin til að fara í sund. Margir urðu ágætir sund-
menn, t. d. Pétur Stefánsson, Sigsteinn Stefánsson, Benedikt
bróðir minn, Stefán á Mýrum o. fl. Pétur synti einu sinni úr
Eiðahólma austur yfir vatn undan Kúabotnum og án þess að
taka land yfir í Hclma aftur. Sigsteinn bjargaði eitt sinn
föður sinum, sr. Stefáni Sigfússyni, frá drukknun; það var á
Borgarfirði; þeir höfðu steytt á skeri. Sunnlendingur var
líka á bátnum. Hann drukknaði, en Sigsteinn stakk sér eftir
líkinu cig náði bví.
— Ýmist var synt í Húsatjörn eða læknum, sem í var gerð
uppistaða með stíflu. Skólastrákar hilltust til að flýta sér
úr kir'kju jafnskjótt og messu lauk, þegar gott var veður á
sumrin, klæða sig úr hverri spjör og stinga sér í lækinn og
striplast um bakkana og túnið. Fólk hneykslaðist á þessu,
einkum kvenfólk, enda til þess ætlazt.
— Sundkunnátta varð nokkuð almenn kringum aldamótin.
Upp úr því komu ungmennafélögin líka til sögunnar, og á
þeirra vegum var sundið mikið iðkað. Mót tíð. Kvenfólk synti
líka, en þá voru allir í sundbolum náttúrlega. Annars syntu
strákar berstrípaðir; þá var kvenfólk stundum álengdar, aldrei
fast hjá. Þessa útbreiddu sundkunnáttu má hi'klaust rekja til
áhuga og viðleitni föður míns.
Það yrði of langt mál að rekja að ráði endurminningar Þór-
halls um einstaka Eiðamenn og minni-sstæða atburði úr skóla-
lífinu, en svolítið skulum við þó á slíkt minnast.
— Ólafur Sveinar Haukur Benediktsson kom í skólann 1892.