Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 135
múlaþing
Í33
ekkert verður af sendiföiinni, geymi ég iþví það sem henni
var ætlað, nl. 10 rd (hitt hefi ég sent Jóni) þartil þú í nafni
sveitunga þinna ráðstafar þvi, máske þið vilduð láta það
koma uppí ferðakcstnað okkar Andrésar sem ég ímynda mér
að bráöum verði jafnað niður á sysluna? Undir öllum kring-
umstæðum lofarðu mér að vita við tækifæri um ráðstöfun ykk-
ar á þessum 10 rd.
Ég þakka þér einnig hitt bréfið, þáð lýsir góðum og trygg-
um kunningja. Þú mælist til ég segi þér fréttir úr suðurferð
minni. Það gæti ég betur munnlega ef fundum bæri saman.
Þó ejf þú vilt skal ég bregða mér snöggvast með þig leiðina
sem ég fór, og af því ég er nú orðinn kunnugur skal ég fara
hraðara yfir en síðast. Taktu þá eftir eða vertu samferða:
Að kveldi (Ikl. 10 e. m.) þess 31. maí hélt ég af stað |upp
yfir Tó1 á 2 hestum, útbúiinn með nesti og nýja skó, til þjóð-
fundar við Öxará. 1. júní (hvítasunnu) að Ketilsstöðum á
Völlum, komu þar í veg fyrir mig samferðamenn mínir þingm.
Björn og Páll5. 2. að Höskuldsstöðum í Breiðdal, 3. yfir Beru-
fjarðarskarð og svo út með firði að Djúpavogi, þar dvöldum
við tog biðum eftir pcstskipi til þess að kveldi þess 6. júní.
Frá Bændavörðu sem stendur á hrauni fyrir sunnan voginn
er mikil og fögur útsjón. Þaðan sér yfir báða Álflafirði að
Austurhorni, Þvottáreyjar, Papey, Berufjarðar- og Búlands-
eyjai-, inn allan Berufjörð og austur fyrir Breiðdalsmynni, m
yfir manni gnæfir Búlandstindur rétt eins og hann sé að bera
saman rýrð mannsins og tign sína, hann er efalaust sá svip-
fallegasti og hæsti tindur á Austurlandi. Á Djúpavogi sá ég
fyrst Jón okkar Sigurðarson, hann dvaldi 2 tíma í landi með-
an póstskipið lá, drukkum við með honum nokkur glös af víni.
Heyrði ég honum þótti mjög vænt um Þingvallafundinn og
hrósaði því að Norðurmúiasýsla sem lægi fjærst, skyldi senda
þangað fulltrúa; lofaði hann mér þá að við skyldum sjást á
Þingvelli'1. Ekki hjálpar að slóra svona allsstaðar, ef nokkurn-
tíma á að komast alla leið.
6. júní um kvöld af stað og um nóttina fyrir báða Alfta-