Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 185
MÍJLAÞING
183
Oddnýjarheiðina, eiginlega með ósköpum, en við höfðum okk-
ur þó upp eftir langa mæðu, og við vorum bjartsýnir. Einhver
sagði að þetta væri bara alversta brekkan, þetta væri eigin-
lega alltsaman búið þegar komið væri þarna uppá. Svo var
keyrt. Von bráðar var ikomið að brúnum, á Búðaránni. I>á
kemur það í ljós að hestarnir, þeir voru logandi hræddir við
brýrnar. Þetta voru trébrýr, og það tók undir í þeim, glumdi
óskaplega. Sérstaklega bar á hræðslu, þ-ar sem voru tveir
hestar fyrir. Þeir lögðust svo fast saman að ekki var neinu
likt.
— Þetta kom oikkur á óvart, því að á ofanyfirleiðinni bar
ekkert að ráði á þessari hræðslu, enda var þá keyrt hart og
allt komið yfir fyrr en varði.
— Þetta gekk óskaplega. En inn yfir brýrnar þarna á Búð-
aránni komumst við samt með þetta allt og keyrðum svo inn
Reyðarfjörðinn — inn nesin. Þar var hvergi mótdrægt, og
allt gekk mjög sæmilega. En þegar við komum inn að brún-
um á Geithúsaánum — þar voru tvær brýr með örstuttu milli-
bili, jtrébrýr Tíka, og nokkru lengri en hinar — þá keyrði
hreint um þvert bak, hvað hestarnir urðu vitlausir þegar þeir
komu útá. Eg hafði tvo blesótta fyrir mínum vagni, og það
endaði með því að annar sá blesótti — hann lenti yfir stöng-
ina — það var stöng á vögnunum fram á milli hestanna — og
þarna lenti hann yfir hana, uppíloft við hliðin-a á hinum hest-
inum og spilaði fótunum beint upp í loftið. Þá vandaðist nátt-
úrlega málið, en úr þessu var þó greitt með því að leysa allt
í sundur, og svo var nú skipt um hesta, -annar sá blesótti tek-
inn frá og settur fyrir kerru, en brúnn hestur settur í stað-
inn. Þegar inn yfir brýrnar kom og inn í hæðina fyrir innan,
þá fór að verða mótdrægt og vand-aðist nú málið. Þá stóð allt
fast. Svo var farið að ýta. Þá var líka svo komið, að keyrin,
sem við fengum í Egilsstaðaskógi, og voru upphaflega ágæt,
þau voru nú að mestu leyti uppeydd. En þarna í Grænafellinu
er skógur, og þangað vorum við strákarnir nú sendir að ná í
keyri. Við völdum anzi myndarlegar hríslur — og svo var
baiið — og ýtt, og upp úr þessari brekku komumst við eft.ir