Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 160
158
MÚL AÞTN G
ur hót-að að troða á honum í réttarforinni á Úlfsstöðum og
Björn hætt hvefsninni í bili, en ga,t þó ekki til lengdar þolað
að hafa iátið undan, og réðst á séra Finn er hann gekk frá
kirkju eftir messu einn sunnudag. Björn lá þegar í stað, og
fékk prestur að vera í friði fyrir honum eftir það.
Sumarið 1874 hélt Björn þjóð-hátíð heima á Úlfsstöðum,
reisti tjald á túninu og bauð öllum Loðmfirðingum til fagnað-
arins.
Þegar hafðar eru í huga ýmsiar sögur sem enn eru til hér
eystra varðandi Björn er ékki hægt að komast framhjá þeirri
skoðun að hann hafi ekki einungi-s haft í eðli sínu móðurarf
frá Hildi „gáfuð og greind“ eins og iséra Jón segir, -heldur
lí'ka snefil af þéim föðurarfi sem liggur að baki vitnisburða
prestsins um Halldór stúdent „nokkuð bráðlyndur" jafnvel
„he-gðun kostuleg". Ýmsar þeirra sagna ter auðvitað ekki rétt
að taka nema isem óbeina héimild, t. d. sögur um (kvensemi
hans, og er gengið fram hjá þeim hér. Hann kvað ihafa verið
óvinsæll af ýmsum í Loðmundarfirði sakir drottnunargirni, en
jafnframt er sagt að hann hafi jafnan talað vel um Loðm-
firðinga útífrá og borið þeim bezta orð.
Bftir 1873 er hann enn sjö ár á Úlfsstöðum. Þá flyzt hann
í annað og stærra hérað. Skyldi honum hafa fundizt orðið of
þ-röngt um sig í lítilli sveit og aðkrepp-tri ? Hann fer, flyzt í
Hauksstaði í Vopnafirði með skyldulið sitt allt, sjálfur 49 ára
■að aldri og Hólmfríður 48. Þá voru hjónabandsbörnin orðin
níu, Margrét elzt 23 ára, síðan eftir aldri Björg, Ölöf, Guðrún
Ingibjörg, Magnús, Björn og Halldór yngstur þá fjögurra ára,
tvö létust í æsku.
Ekki er þess getið hvernig hann kvaddi sveitunga sína nema
hvað mælt. er að hann hafi kvatt Einar á Sævarenda, meinleg-
an mann í tilsvörum, með þessum orðum:
„Guð hjálpi ykkur Loðmfirðingum þegar eg er farinn“.
„Jamm“, á þá Einar að hafa -svarað, „hann hefur ekki þuift
þes-s -hingað til“.
Þau hjón ulndu ekki lífinu á Hauksstöðum og urðu fyrir
harðindaáföllum. Jörðina keypti Björn er hann flutti, en seldi