Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 52
Hallur Magnússon ;
Ævibáttur
(Höfundur þessa ævisögubrots, Hallur E. Magnússon, er
fæddur á Sauöárkróki og norðlenzkur að uppruna. Eins og
höf. segir frá, fluttist hann á barnsaldri til Seyðisfjarðar, og
endar ævisögubrotið ^þar s.em hann er nýfluttur í Stakkahlíð í
Loðmundarfirði.
Dr Riehard Beck gerði Múlaþingi þann greiða *að skrifa um
æviferil Halls vestanhafs, stör: hans cig kveðskap.
Guðbtandur Magnússon sendi sumarið 1963 gögn um Hall
í Landsbókasafnið. Þar eru biaðaúrklippur með greinum og
ljóðum Halls, bókin Lykkjuföll o. fl., þar á meðal það ævi-
sögubrot, sem hér er birt. Eins og fram kemur í frásögninni,
hefur Hallur ætlað að skrifa ævisögu sína í heild, en ekki ver-
ið le.ngra kominn. Rétt er að taka fram, að þessi þáttur er
bersýnilega f'ýtisskrif, uppkast, og hefði höf. vafalaust breytt
orðalagi sums staðar og fágað, ef hann hefði búið það undir
prentun. Hallur sikrifaði þennan þátt 1952.
Ævisögubrotið er prentað nokkurn veginn orðrétt eftir
handritinu, aðeins vikið til orðum, þar sem um auðsæjar flýt-
isvillur var að ræða í stíl. Millifyrirsagnir setti undirrilaður.
— Á. H.).
FYRSTU ÆVIÁR
Ég er fæddur á Sauðárkróki í Skagafirði 17. ágúst 1876 í
húsi þeirra hjóna Halls Ásgrímssonar og Engilráðar kom:
hans. Þau höfðu um 18 ár verið búsett á Grænla.ndi, og hafði
Hallur veitt þar fcrstöðu danskri verzlun og gjörðist efnaður
maður, eftir því sem þá var álitið á Islandi. Hann var fyrsti
maður, sem byggði timburhús á steinsteypukjallai-a á Sauðár-
króki, eftir því ,sem mér hefur verið sagt af þeim, sem til
þekkja. I þessu nýmóðins húsi leit ég fyrst dagsljcsið á þess-
a.ri jörð og var skírður og látinn heita eftir húsráðendum,