Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 41
MÚLAÞING
39
sinni á hann að fullu. Hólmar í Reyðarfirði voru orðnir
,,beneficium“.
Að lokum má geta þess hér, meir þó til gamans, að 1 vísi-
tasíubók úr Austfirðingafjcrðungi frá því um 1570, svonefnd-
um Gíslumáldaga, er kirkjan á Hólmum talin eiga nákvæmlega
sömu fasteignir og Viikinsmáldagi greinir frá, þ. e. fjórðung
í heimalandi ásamt. rekaítökum (DI. XV, 691). Ekki ber þó að
skilja það svo sem þetta hafi átt við .ndkkur rök að styðjast,
heldur mun Gísli Jcnsson biskup, sá er máldagann lét ger*a,
einungis hafa stuðzt við eldri máldaga cafvitandi, hvernig
eignum kirkjunnar á Hólmum var í raun og veru háttað á
þessum tíima. Verður því ekkert mark tekið á máldaga hans
hvað þetta snertir.
Niðurstaða þessarar athugunar verður því sú, að telja má
nokkurn veginn öruggar heimildir fyrir því, að um siðaskipti
hafi Hólmar í Reyðarfirði að öllu Isyti verið komnir undir yf-
irráð kirkjunnar og orðnir ,,beneficium“, sem þeir og hafa
verið allt til þessa dags.
DI. IX, 372,-373: 9. ágúst 1526 á Skriðuklaustri:
Dcmr þriggja klerka og þriggja leikmanna, út nefndr af
Ögmundi biskupi í Skálholti um áklögun biskups til Snjólfs
bónda Rafnssonar um hald á jcrðunni Hólmum í Reyðarfirði,
er biskup taldi sína eign og heilagrar kirkju (Skálholts)kirkju.
,,011um monnum þeim sem þetta bref sia edur heyra. Senda
prior þornardur, sira brandur hrafnsson [Sira ion kodi-ans-
son] magnug arnason, biarne erlendzson og erlingur gislason
kuediu gudz og sina, kunnigt. giorandi ad sub anno gracie
m d xx vi fimtadaginn næsta fyrir laurenciusmessu vm sum-
arit *a skriduklaustri j fliotzdalsheradi worum wier j dom
nefndir af uerdugum herra j gudi biskup Augmund j Skal-
holti, *ad skoda og ransaka og endiligan ueg áa ath giora um
þa akl*augun, er herra Augmundur klagadi til sniolfs bonda
hrafnssonar heilagrar Skalholltz kii-kiu uegna ad hann hefdi
ad hallda jordina holma, er liggur j redarfirde og herra aug-