Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 37
MÚLAÞING
35
Sjá má af þessu, að efnahagur Marteins hefur þá verið orð-
inn mjög bágur, en að vísu kemur það ekki fram, hvort þessi
fimmtán hundruð voru allur kaupshlutinn, eða hvort hann eða
ísleifur héldu þá sjálfir einhverju eftir til eignar.
Ekkert er kunnugt um Jón Hallvarðsison þann er keypt.i
jörðina, eða hversu lengi hann hafði eignarhald á benni. Að-
eins nokkrum árum síðar (um 1520) virðast aftur hafa orðið
á henni eigendaskipti. Hét sá Snjólfur Hrafnsson sem keypti,
en engar upplýsingar er að hafa um það, af hverjum eða
hversu stór eignarhlutur hans var. Nú virðist þetta engu að
síður stangast á við máid-aga Stefáns biskups nokkrum árum
áður, þar sem kirkjan var þá taiin eiga ailt heimaland. Verður
því vart annað ályktað, en að biskup hafi slegið eign kirkj-
unnar einnig á þann hluta jarðarinnar, er leikmenn áttu, og
höfðu fullkominn rétt til að halda lögum samkvæmt. Ástæð-
an fyrir þessari átroðslu kirkjuvaldsins á réttindum leikmanna
hefur reyndar að nokkru verið skýrð hér að framan, en átt.1
'þó eftir að koma hetur í ljós, enda virðast forráðamenn kirki-
unnar í engu hafa viljað gefa eftir um eignarhald sitt á allri
jörðun.ni. Hlaut. það því að leiða til nýrra árekstra og ósam-
komulags á milli þeirra og bóndans á staðnum.
Ögmundur Pálsson, þá orðinn biskup í Skálholti, lét málið
til sín taka og beitti nákvæmlega sömu aðgerðum og Ólafur
biskup Rögnvaldsson 'hafði beitt forðum. Útnefndi hann dóm
sex manna (þriggja kler'ka og þriggja leikmanna) til þess að
skei-a úr um kæru hans á hendur Snjólfi bónda vegna eig.nar-
halds hans á jörðunni Hólmum, sem biskup taldi sína eign og
heilagrar kirkju vegn-a áfallinnar gamallar skuldar. Dóms-
mennir.nir komu saman á Skriðuklaustri 9. ágúst 1526 og
komu þar fram aðallega eftirfarandi fjögur atriði til upplýs-
ingar í málinu: 1) Að samikvæmt. máldaga kirkjunnar ætti
hún fjórðung í heimalandi auk lausafjármuna og kirkjugripa.
2) Að Guðmundur Magnússon, se:m átti jörðina áður, hefði
með opnu bréfi gefið kirkjunni tíu hundruð í heimalandinu
auk tíu málnytukúgilda, og reikmðist mönnum þá svo til, að
kjrkjan ætti 20 hdr. í jörðunhi, en 10 *hdr. væri eftir, „er leik-