Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 27
MÚLAÞING
25
Þegar nýtt skólahús var reist, 1908, fluttist nærri öll skóla-
starfsemin þangað, en gamla húsið þjónaði fyrst og fremst
búskapnum á jörðinni. Torfbærinn gamli var rifinn smátt og
smátt; lengst stóð fjósið með litla fjósloftinu, sem forðum
brann, en var endurbyggt. Benedikt Kristjánsson tók við skóla-
stjórn af Jónasi Eiríkssyni vorið 1906 og bjó við óbreytta að-
stöðu, en Bergur Helgason haustið 1907. Hann átti drýgstan
þátt í að koma upp nýju skólahúsi, sem tekið var í notkun
1908. Þarmeð var skólahlutverki gamla hússins lo'kið að öðru
leyti en því að þar vom lengi vel, eða flesta vetur fram undir
1960 nemendavistir uppi á loftinu. Það vor kom nýr ábúandí
í Eiða, Páll Guðmundsson, með stóra fjölskyldu og þurfti allt
húsið.
Þá voru komnir nýir tímar á Islandi með stórauknum
kröfum fólks um húsakynni. Gamla húsið var farið að láta á
sjá gluggar gisnir, undirstöður farnar að láta sig og upphaf-
legur iStí'll þess að mikliu leyti fyrir bí, hafði glatazt í „endur-
bótum“, viðgerðum og breytingum á ýmsum tímum.
Kaldan og sólbjartan vordag núna eitthvert árið fyrir
skömmu 'komu þrír menn að sunnan, gengu inn í hið aldna
hús, renndu augum til og frá, þukluðu, og einn hokkaði sér
á gólfi. Þá dúaðist pallurinn og dómur féll. Sumarið 1966 var
honum fullnægt, og sumt af slátrinu úr því er nú í gripahúsi
á móunum austan við Hraungarðinn, en slétt og gróin flöt,
þar sem áður pældu sterkir sveitastrákar gegnum torskilin
búfræðirit, eða léttu sér upp í dansi við vinnukonur á bryddum
skóm.
Heimildir auk frásagnar Þórhalls:
1. Eiðasaga eftir Benedikt frá Hofteigi.
2. Manntal 1860.
3. Dagbó'k Sigmundar M. Longs.
4. Islenzkir samtíðarmenn.
5. Að vestan IV. (Guðm. Jónsson frá Húsey).
6. Ættir Austfirðinga.
7. Islenzkar æviskrár.
8. Múlaþing 3. hefti.