Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 57
MÚLAÞING
55
Eftir stutta stund heyrðust dunur og dyivkir, og skipið var
'agt af stað.
Valdemar var eftaust fyrsta gufuskipið, sem fór strand-
ferðir norðaniands; það var eign danskrar útgerðar. Þetta var
árið 1880. Þegar út á rúmsjóinn kom og hinar risavöxnu öld-
ur hafsins fóru að vagga skipinu, syo að sjoarnir skullu yfir
á bæði borð, fór sjóveikin að gjöra vart við sig. Þar voru
margir fariþegar, þar á meðal fjölskylda vestan af Bíldudal,
Þórarinn Guðmundsson, sem ætlaði austur á Seyðisfjörð og
taka ivið leða byrja þar verzlun. Með honum var lítil telpa
rauðhærð, sem kölluð var Sigga. Fjölskylda Þórarins hafði
tekið hana til fósturs; hún var fimm árum eidri en ég. Ég var
rauðhærður líka og freknóttur í tilbót. Þrátt fyrir allt vorum
við krakkarnir þau einu af öllum farþegunum, sem ekki voru
sjóveik, svo að það kom í okkar hlut að tæma allar dollur og
krukkrír frá hinum sjúku út í afrennsli aftar í skipinu, ,og
urðum við Sigga brátt góðir kunningjar og dálítið montin
af stöðunni. É|g veit ekki, hvað við vorum lengi á leiðinni og
man ekki eftir neinu sárstöku, nema því að Steingrímur sagði
mér strax í byrjun, að ég mætti ekki borða neitt uppi á dekki,
það væii á móti reglum skipsins. En einu sinni vildi það til,
að ég hljóp með brauðbita í hendinni upp á dekk til að draga
í mig hreint loft. I því bili kom stýrimaður með gyllta hnappa
og Ifór að skair(ma mig á döngku. Ég skildi, að Ihann var
reiður og Ihann benti á brauðið, sem ég hafði í hendinni. ©g
v>arð hræddur og henti sneiðinni fyrir borð og reif út úr mér
það, sem var uppi í mér, og henti því líka. I því bar Steingrím
að, og tók hann mig eftir nokkur oi-ðaköst við stýrimanninn,
fór með mig ofan í Iráetu og sagði, að ég mætti aldrei gjöra
þetta aft.ur.
Annað man ég ekki, að markvert kæmi fyrir, þar til skipið
kastaði akkeri á Seyðisfirði á hringmynduðum polli inni í e.nda
fjarðarins. Það var fögur sjón að sjá hin háreistu fjöll allt í
ki-ing og húsaraðir og byggingar í skeifumynduðum hring allt
í kringum höfnina. Eflir litla stund komu margir smábátar út