Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 36
34
MÚLAÞING
„cforsjálega slegið“ hann „með svo orðnu til'ferli að þeir snör-
uðu stsini framan á handbókina er biskupinn hafði á brjóst-
inu, svA' og slógu og skammfærðu hans menn með líullum
illvilja“ (DI. IX, 372—373). Þarf varla að draga í efa, að
þess-ar miður þokkalegu móttckur, sem þeir veittu biskupi og
fylgdarmönnum hans, hafa stafað af eignarhaldi þeirra á jörð-
u.nni, sem biskup hefur viljað véfengja, svo og fyrrnefndri
skuld þeirra, sem þsir virðast með engu móti hafa getað greitt,
og þá 'gripið til þessara örþrifaráða. Að sjálfsögðu var hér
um að ræða mjög vítavert athæfi, og enda þótt það hafi vafa-
laust verið hreint óviljaverk, að þeir skyldu einmitt hæfa hand-
bókina, sem biskupinn hafði á brjcstinu, hefur það atriði ekki
sízt orðið til þess að gera þetta svívirðilega athæfi. þeirra að
óbótamáli. — Þess má geta hér til skýringar, að þegar prest-
ar eða biskupar voru á ferðalögum höfðu þeir sakramentið
annað hvort um háls. sér í sérstakri skjóðu eða þá „hreinlega
geymt í handbók", sem þsir báru á brjóstinu, eins og Stefán
biskup gerði í þetta skipti. Um slík „handbókarhús" er getið
í Hólamáldaga frá árinu 1550 (DI. XI, 850), en báðar aðferð-
irn-ar munu þó hafa tíðkazt hér á landi (Safn V, 6. 342—343).
— Af þessu er auðvelt að gera sér í hugarlund, hversu víta-
vert athæfi bændanna hefur verið, þótt vsra megi, að gert
hafi verið meira úr því en efni stóðu til.
Hvergi kemur það fram opinberlega, að Stefá.n biskup hafi
látið þá bændurna gjálda 'þessa framferðis, nema ef vera
kynni, að 'hann hafi slegið eign kirkjunnar á eignarhluti þeirra
í jörðunni til endurgjalds fyrir það. Eflirtektarvert. er, að um
svipaðar mundir eða rétt. ekömmu eftir að biskup vísiteraði
staðin.n og lét gera máldaga kirkjunnar, virðist Marteinn hafa
komizt, í algert þrot vegna áfallinna skulda og skorts á hand-
bæru lausafé. Árið 1516 seldi hann Jóni nokkrum Hallvarðs-
syni fimmtán hundruð í kaupshlutanum í Hólmum fyrir tutt-
ugu hundruð í lausafé og kvaðst verða að selja „sakir [gó]ss
og nauðsynja kirkjunnar og barna sinna, ha.nn sagðist vera
granntækur til peninganna að veita fiamfæri [bömu]num cg
reikningskap kirkjunnar“ (DI. VIII, 582—583).