Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 154
152
MÚLAJÞING
afkomendum sr. Jóns Brynjólfssonar fram til þessa (1919).
Hann var kyrrlátur stkapfestumaður, tryggur og vinfastur.
Hjálpaði oft meira bágstöddum en menn vissu eða gert var
orð á. Hann eignaðist Kjólsvík, en gaf har.a Þorsteini syni
Magnúsar Benónýssonar, systrungs konu sinnar, fátæks
barnamanns. Hálfan Hvol í Borgarfirði eignaðist hann einnig,
en gaf hann síðast Þórarni Jónssyni, fátækum manni, er þar
bjó og varð heilsubilaður. Þorsteinn keypti og mikinn hluta
NjarðVíkur. Áður en hann dó gaf hann sjóð til fcðurforða-
búrs í Boi’garfirði".
Börn Þorsteins og Önnu voru þrjú, BJarnj ljósmyndari og
verzlunairmaður, fór til Ameríku, Magnús bcndi í Höfn faðir
Þorsteins sem nú býr þar og Jóhanna móðir Þorsteins á Sand-
brekku. (Ættir Austfirðinga 3405 o. fl. nr.).
IÍJÖKN A tLFSSTÖÐUM
Björn Halldórsson var fæddur á Ketilsstöðum í Hlíð 23.
marz árið 1831, sonur Halldórs (f. 1800) bónda á Ketilsstöð-
um Sigurðssonar pr. á Hálsi í Fnjóskadal og Bjargar Hall-
dórsdóttur frá Reynistað systur Reynistaðabræðra. Móðir
Björns var Hildur dóttir Eiríks Grímssonar á Skinnalóni og
Þorbjargar Stefánsdóttur pr. Lárussonai' Schevings á Prests-
hólum. Magnús Eiríksson guðfræðingui-, kallaður frater, var
bróðir Hildar.
Þau hjón foreldrar Björns fluttu i Úlfsstaði í Loðmundar-
firði árið 1834 með son sinn Eirík, vinnumann og 11 ára töku-
stúlku, en elzti sonurinn, Björn, varð eftir hjá Þorbjörgu
ömmu sinni, móður Hiidar, og siðari manni hennar, Birni Sig-
urðssyni; hann var atorkubóndi og einstakt. hraustmenni.
Bróðir hans var Svarti-Hallur') og þeir synir Sigurðar Halls-
sonar í Njarðvík. Á Ketilsstöðum óx Björn upp til 15 ára
1) Frá þessum bræðrum segir í Austfirðingaþáttum Gísla
Helgasonar frá Skógargerði, þættlr af Svarta-Halli og Oddi
Hildibrandssyni. Útg. Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri 1949.