Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 209
múlaþing
207
GJÖF TIL SÖGUFÉLA GSINS
Þegar Alþýðus&ólinn á Eiðum var settur þann 5. okt. 1969,
barst Sögufélaigi Austurlands höfðingleg gjöf. Benedikt Gísla-
son, fræðimaður frá Hofteigi, tilkynnti þar í ræðu, sem hann
flutti í tilefni af 50 ára afmæli Aiþýðuskóla.ns, að hann og
kona hans, Geirþrúður Bjarnadóttir, gæfu Sögufélaginu stofn-
fé í sjóð til að afla frumheimilda til sögurannsókna á Aust-
urlandi
I gjafabréfi er tekið fram, að sjóðurinn sé gefinn til mi.nn-
ingar um látna syni þeirra hjónanna, Bjarna fæddan 25. api'íl
1922, dáinn 18.. jú'í 1988 og Gísla Egil fædda.n 14. janúar
1936, dáinn 3. maí 1967. Hann á að heita Hofteigsbræðxas.jcð-
ur og svo til ætlazt, að vöxtum hans verði varið ,.tii heimiida-
söfnun-ar fyrir austfirzk söguvísindi, og kemur þar eigi eitt
framar öðru til greina, en að mati stiórnar Sögufélagsins11.
Engum, sem tii þekkir, blandasl hugur um, hve rausnar-
lega og skynsamlega hér er að unnið. Það er austfirzkri menn-
ingu lífsnauðsyn, að sem fvrst skapist viðhlítandi grundvöllur
þjóðfræðiiðkana ’og sögulegra rannsókna á Austurlandi. Er
brýn þörf á því að útvega ljósiit og filmur af kirkjubókum,
manntölum og fleiri slíkum gögnum á söfnum í Reykjavík og
sk*apa áhuga- og fræðimönnum aðstöðu til úrvinnslu hér
eystra. Vert er og að athuga, hvort ekki sé skynsamlegt að
leita eftir samvi.nnu við Eiðaskóla og væhtanlega sögustofu
þar um framkvæmd þsssara mála fyrst í stað.
Benedikt Gískason er iöngu þióðkunnur maður fyrir ritstörf
sín og fræðimenns'ku. Hann hefur aukið hróður Austfirðinga
með penna sínum, verið stoH þeirra á marga.n há.tt, og frum-
kvæði átti hann að stofnun Sögufélaa-s Austurlands. Nú hefur
Benedikt enn, ásamt konu sinni ágætri. sý.nt 'hugarþel sitt til
Austurlands og ausffirzkra fræða með stofnun sjóðs þeirra
Hofteigsbræðra. Þykir mér því hlýða að þakka þeim Geirþrúði
og Benedikt á þessum vettvangi þá vinsemd, sem í gjöfinni
felst, og þa.nn hlýhug. sem bau sýna Sögufélaginu með þessari
gerð. Eins vil ég heita á alla unnendur austfirz'kra fræða að
'efla nú Hofteigsbræðrasjóð, svo hann geti sem fyrst og bezt
sinnt ætlunarverki sínu. Þ. St. E.
Þetfa hefiti var það langt komið í prentun, þegar gjöfin var
afhent, að ekki var unnt að koma þessari grein fvrir á öðrum
stað í ritinu eða birta gjafabréfið í hei'd. Verður það væntain-
lega gert í næsta hefti. — Á, H.