Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 59
MÚLAÞING
57
UPPSALIR
Faðir minn sló þrjú Ihögg á hurðina. Þá kom til dyra stór
og fönguleg kona, góðleg og tíguleg á svip. Hún segir:
— Jæja Magnús, er 'þetta drengurinn þinn, sem þú áttir von
á að norðan? .
Hann sagði já. Svo tekur hún í höndina á mér og býður mig
velkominn. Þá koma tveir strákar hlaupandi og horfa á mig
eins og tröll á sólaruppkomu. Þá segir konan:
— Þetta eru drengirnir mínir, Jói og Siggi.
Þtama settist ég að í sóma og yfirlæti og lifði og gekk ú
akóla í fimm ár, þar til ég var níu ára gamall. Frá þesisu
ágæitisheimili er mér margt minnisstætt og kært frá þeim
bernskudögum.
Hjónin á Uppsölum hétu Jóhann og Sigríður, höfðu ættar-
nafnið Ringsted, og var Jóhann bóndi danskur í aðra ætt.
Heimilið var að öllu leyti hið myndarlegasta og húsráðendur
i miklu áliti meðal fólks í nágrenninu. Jóhann var milli fer-
tugs og fimmtugs, og haíði hann með þremur öðrum mönnum
orðið fyrir því hörmulega slysi að missa báða fætur og gekk
því :á stúfunum í eins konar leðurpúðum, sem bundnir voru
rneð reimum fyrir ofan hnén. Að öðru leyti var hann að eðlis-
fari hraulstmenni hið mesta, og var það öllum tilfinnanlegt
að sjá þennan ágæta mann svo fatlaðan. Eftir því sem mér
var sagt, þegar ég komst til vits og ára, þá vildi þetta hörmu-
lega slys þannig til, *að Jóhann fór í róður með þremur mönn-
um til fiskjar út undir Bjarg, sem kallað var og er fyrir utan
Dalatanga, sem er yzti oddinn á austurströnd Seyðisfjarðar.
Þeir félagar voru á opnum báti, lentu í stórhríðarbyl og frosti
og urðu að nauðlenda undir áðurnefndu Bjargi. Þar urðu þeir
að hafast við á aðra viku, áður en hríðinni og frostinu létti
svo, að þeir sæju sér fært að komast til mannabyggða, en þá
voru þrír af félögunum svo þjakaðir og útleiknir, að fæturnir
voru frosnir upp að hnjám. Einn þeirra var í vaðstígvélum,
og stóð hann í þeim fullum af sjó allan tímann, og á þann
hátt varði hann sig frosti. Þegar heim kom, var enginn læknir
til staðar, og var því farið með þessa þrjá menn suður á
L