Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 54
52
MÚLAÞING
fluttu síðar til Vestuiheims, settust að í North-Dakota og dóu
þar.
Á VEÐRAMÓTI
Fyrst tman ég eftir mér á Veðramóti í Gönguskörðum í
Skagafirði. Þar hafði faðir minn komið mér fyrir hjá bóndan-
um, Jóni túlk, sem kallaður var, mjög einkennilegum karli.
Hafði hann eitt sinn lent til Ameríku og túlkað mál manna
í þeirri ferð. Hann v*ar vél efnum búinn, en nirfill að því skapi;
hann dó siíðar á Sauðárkróki, eftir því sem ég hef frétt — í
einstæðingsskap og volæði.
Ég mun hafa verið á fjórða ári, þegar ég var á Veðramóti,
og er mér þó margt minnisstætt frá þeim tíma, það mun haf*a
verið um 1879. Heimilisbragur á Veðramóti mun hafa verið
líkur því, sem þá almennt gerðist á íslandi hjá efnuðu fólki,
vinnuharka og frekar naumur kostur til fæðis og klæðis. Ég
var auðvitað barn að aldri; þó gátu þessir hlutir ekki farið
framhjá mínum skilningarvitum.
Ráðskonan hét Margrét, ágætismanneskja. Hún vék öllu
góðu að mér, því að hún var góð sál og vissi, að ég var mun-
aðarleysingi, sem ka1Iað var. Hún átti einn son, sem hún hafði
með sér til fcsturs á heimilinu. Hann var 16 ára, hét Jakofo.
Annar maður v*ar þar til heimilis á Veðramóti, sem Jón hét,
meir en tvítugur að aldri. Þessir tveir menn léku sér oft að
því *að hrekkja mig, strákinn. Eitt sinn tóku þeir mig t. d. út
fyrir vegg og létu mig gleypa % þumlung af tóbaki og hótuðu
að drepa mig, e:f ég hlýddi ekki því boði. Auðvitáð hafði ég
engin önnur úrræði — kraftaverk, að ég komst lífs af. Margt
annað glæpsamlegt léku þeir á mig, krakkann.
Al,(Lt sem ég hef sagt fram að þessu um æviatriði m!in /i>g
eins það, sem ég kann að segja hér eftir, bið ég alla, sem
kunna að les*a, að skilja á þann veg, að ég er aðeins að segja
frá ihlutunum eins og þeir bókstaflega skeðu, en ekki með
neinni rangfærslu eða lítilsvirðingu til nokkurs manns; aðeins
t.il að sýna hugsunarhátt fólksins og aldarháttinn í sveitalífi
Islands á seinni hluta 19. aldarinnar. Fólkið var yfirleitt gott