Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 45
MÚLAÞING
43
það‘:, að því er séra Guðmundur segir í fyrrnefndri æviminn-
ingu sinni um Hall, og kenndi þar afleiðinganna af eiturgas-
inu, sem hann hafði orðið fyrir í stríðinu. Halls var að verð-
ugu getið í Minningarriíi íslenzkra hermanna 1914—1918
(Winnipsg, 1923) og er hér stuðzt við þá frásögn um henþjón-
ujstu hans.
Eftir heimkomuna til Kanada settist Hallur aftur að í Winni-
peg, stundaði þar trésmíði og starfrækti þar um skeið knatt-
borðsstofu (smbr. Mimiingarrit íslenzkra hermanna), og
seinna um nokkur ár að Lundar, Manitoiba; en margt var
Islendinga á þeim slóðum, og er raunar enn, þótt stórum færri
séu en áður var. Árið 1924 fluttist hann til Seattle, {0g áítti
þar heima til dánardægurs, eins og fyrr getur. Stundaði hann
þar fyrst trésmíði, en rak þar síðan matvöruverzlun í nærri
heilan aldarfjórðung. Um starf hans þar í borg og vinsældir
fer séra Guðmundur, sem var honum samtímis þar, eftirfar-
andi orðum í æviminningu sinni um hann:
„Þar liggur eftir Hall Magnússon mikið meira en meðalverk,
þv'i öll þessi 37 ár, sem bann hefir dvalizt í Seattle borg, hefir
hann verið atorkumaður og reynzt þar duglegur og fullkom-
lega fær í sinni iðn. Síðan stofnaði hann sína eigin verzlurt,
sem hann hefir rekið síðastliðin 24 ár með miklum sóma iog
safnað að sér mörgum vinum fyrir sérstaka lipurð og prúð-
mannlega framkomu í öllum viðskiptum".
Hallur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Svein-
bjarnardóttir, látin fyrir fjöldamörgum árum; en seinni kona
hans, sem lifir hann, er Jóhanna Ingibjö-rg Stefánsdóttir Sig-
urðssonar við Lundar, Manitoba, prýðiskona, er var manni
sínum hinn ákjcsanlegasti förunautur. Hún var dugnaðarkona
mikil, enda hvíldi stjórn matvöruverzlunar þeirra hjóna á
hennar herðum síðustu árin, sem. Hallur lifði, því að hann var
þá farinn að heilsu. Síðan hann lézt, hefir hún haldið verzl-
uninni áfram af miklum dugnaði.
Auk ihennar lifa Hall tvö börn frá fyrra hjónabandi hans,
Leifur sonur hans í San Francisco, Kalifornia, og dóttir hans,
Mrs. T'hora Marshall, í Winnipeg. Ennfremur stór hópur