Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 65
MÚLAÞING
63
að skila henni fyrirsettri lexiu kl. 12. Ef ég feilaði, barði hún
mig með brauðkefli. Þá öskraði ég svo hátt, að húsráðendur,
eem bjuggu á neðri hæð hússins, urðu að koma upp á lcvft og
taka mig frá handa’ögmáli þessarar kristnu konu.
Nú er hún dáin fyrir löngu eg faðir minn líka.
Einn sunnudagsmoi gunn er mér enn í minni og ógleyman-
legur. Ég sat út við glugga og var að lesa í biblíusögunum.
Það var bjartur og heiður vetrarmorgunn, mig minnir í febrú-
aimánuði. Þó sást ekki sól um það leyti á Seyðisfirði, því að
fjöllin skyggja á allar hliðar.
Allt í einu heyri ég voða dunur úti, og svo syrtir í lofti. Ég
sé ekki stafaskil í biblíusögunum. Ég hafði lesið um heims-
endi, og ég hélt, að hann væri að koma. Ég heyrði óp og köll
og grát og kveinstafi niðri í húsinu og allt í kring. Faðir minn
kom æðandi upp stigann, greip mig sér í fang og bar mig
niður og út. Hvað hafði skeð ? — Snjóflóð! sagði hann.
Hann bar mig niður á Ölduna, sem kallað var, þar sem
verzlanir þorpsins og pósthúsið var. Flóðið hafði komið úr
botni eða stórri skál, sem v>ar í hátoppi fjallsins Bjólfur, sem
gnæfir yfir þoipinu og kaupstaðnum á Öldunni. Flóðið tók
yfir allf miðsvæði kauptúnsins, tók með sér fjölda húsa og
þar með barnaskólann og flutti allt í hendingskasti út í sjó-
inn. JEn um leið og flcðið stöðvaðist, hljóp allur snjórinn í
hálastorku og varð harður sem glas, og þar sáust öll verks-
ummerki.
Þessi voðaatburður, sem öllum í þessu litla þorpi kom á
óvart, verður öllum cgleymanlegur æviiangt, sem þar voru
viðstaddir og héldu lífi óskaddaðir, og þá ekki síður hinum,
sem limlestir lifðu. Tuttugu og fjórir menn misstu lífið þenn-
an Jnorgun á örstutfum tíma. Til allrar blessunar vildi þ*að
til, að þetta skeði svo árla morguns, kringum kl. 7, að börn
bæjarins voru ekki komin í skólann, en kennarinn, sem hafði
íbúð í skólanum, fórst, barst með fl-aki hússins langt út á
fjörð. Mér er sérstaklega minnisstætt, þótt ég ungur væri.
þegai’ faðir minn bar mig ofan á Öldu yfir flóðið, sem þá var
storknað, að hingað og þangað sáust berir fætur og líkamar