Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 34
32
MÚLAÞIN G
kirkjunnar á þessum 10 hdr. í Hólmum, sem Jcn Indriðason
lýsti yfir, því síðar kom það fram, að Jón hefði ,,selt“ Mar-
teini kaupshluta hans í jörðunni. Nokkuð virðast þeir Mar-
teinn og ísleifur hafa verið miklir fyrir sér og sézt lítt fyrir,
ef því var að skipta. Báðir virðast þeir hafa átt í miklum
fjárhagserfiðleikum og átt erfitt með að standa skil af fjár-
reiðum kirkjunnar, en í stað þess gripið til þess ráð® að hætta
öllu reikningshaldi hvað hana snerti (DI. IX, 372—373). Vafa-
laust hafa orsakir erfiðleika þeirra verið hinar sömu og getið
var hér í upphafi, þ. e. minnkandi tekjur kirkjubænda a,f tí-
undum og öðrum lausafjármunum, sem virðast hafa orðið
hvað tilfinnanlegastar á síðari hluta 15. aldar.
Nú kemur það frnm, að ósamkomulag hefur orðið með þeim
Marteíni og Jóni Indriðasyni, og virðist það hafa sprottið út
af fjárhagsvandræðum Marteins og deilum um réttmæti eign-
arhalds hans á jörðunni. Gekk þetta svo langt, >að Marteinn
gerði Jóni presti „heimreið og attekt" á staðnum, eins og
komizt er að orði, og af því mætti álykta, að Marteinn hafi
þótzt eiga einhverjar s>akir að reka á Jóni, þar sem slíkt orða-
lag felur í sér mjög fjandsamlegan tilgang heimsóknarinnar.
Að sjálfsögðu hefur þó slík framkoma við umboðsmann hisk-
upsins 'þótt mjög ámælisverð, og hefur Marteinn vafalaust
orðið að gjalda sættina við hann dýru verði. Te'kinn var vitn-
isburður fjögurra manna, er voru allir viðstaddir sætt þeirra
á Hólmum hinn 18. >apríl 1495. Vitnisbui ðarbréfið sjálft er þó
ekki skrifað fyrr en sjö árum síðar, eða á Skriðuklaustri 8.
maí 1502, með innsigli vottanna fjögurra, sem segjast hafa
heyrt á orð og handsal, „að sira Jón Indriðason gaf Marteín
Ólafsson kvittan ■ og ákærulausan um þá heimreið og attekt
sem áður greindum síra Jóni þótti fyrr greindur Marteinn sér
ólöglega hafa tilgert á Hólmum í Rsyðarfirði". Við sama
tækifæri hafði eiginkona Marteins, sem hét Járngerður Is-
leifsdóttir, lýst því yfir, að hún gæfi „aldrei framar upplag
á jörðunni Syðri-Vík... en hún mætti að lögum eignast
kaupshlulann í Hólmum þann sem títtnefndur síra Jó.n seldi
oftgreindum Marleini Ölafssyni bónda hennar“ (DI. VII, 257—